Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festar, var endurkjörinn í stjórn félagsins. Hann var svo valinn formaður af nýrri stjórn í kjölfarið. Fráfarandi stjórn, sem Guðjón leiddi eftir afsögn Þórðar Más Jóhannessonar, boðaði til hluthafafundarins eftir tilraunir hluthafa til að knýja á um að slíkur fundur yrði haldinn.
Aðrir sem kjörnir voru í stjórn voru Hjörleifur Pálsson, Magnús Júlíusson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlína Ingvarsdóttir, sem jafnframt var valinn varaformaður stjórnarinnar. Margrét sat, líkt og Guðjón, í síðustu stjórn Festar. Aðrir úr stjórninni hlutu ekki stuðning hluthafa til áframhaldandi starfa.
Ekki á lista tilnefningarnefndar
Það mun koma í hlut þessara fimm að ráða nýjan forstjóra þessa sannkallaða risa á íslenskum smásölumarkaði. Félagið á og rekur Krónuna, Elko, N1 og fleiri verslanir og félög. Félagið, sem er um 70 milljarða króna virði samkvæmt gengi bréfa í Kauphöllinni, er að langstærstum hluta í …
Athugasemdir (3)