Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórnarformaður Festar endurkjörinn og Sundrung felld

Guð­jón Reyn­is­son, stjórn­ar­formað­ur al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Fest­ar, var end­ur­kjör­inn í stjórn­ina á hlut­hafa­fundi fé­lags­ins sem fram fór í dag. Hann var í kjöl­far­ið skip­að­ur formað­ur af nýrri stjórn sem fund­aði strax að lokn­um hlut­hafa­fundi.

Stjórnarformaður Festar endurkjörinn og Sundrung felld
Risi Festi er sannkallaður risi á smásölumarkaði á Íslandi en Krónan er meðal annars í eigu almenningshlutafélagsins. Mynd: Davíð Þór

Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festar, var endurkjörinn í stjórn félagsins. Hann var svo valinn formaður af nýrri stjórn í kjölfarið. Fráfarandi stjórn, sem Guðjón leiddi eftir afsögn Þórðar Más Jóhannessonar, boðaði til hluthafafundarins eftir tilraunir hluthafa til að knýja á um að slíkur fundur yrði haldinn. 

Aðrir sem kjörnir voru í stjórn voru Hjörleifur Pálsson, Magnús Júlíusson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlína Ingvarsdóttir, sem jafnframt var valinn varaformaður stjórnarinnar. Margrét sat, líkt og Guðjón, í síðustu stjórn Festar. Aðrir úr stjórninni hlutu ekki stuðning hluthafa til áframhaldandi starfa. 

Ekki á lista tilnefningarnefndar

Það mun koma í hlut þessara fimm að ráða nýjan forstjóra þessa sannkallaða risa á íslenskum smásölumarkaði. Félagið á og rekur Krónuna, Elko, N1 og fleiri verslanir og félög. Félagið, sem er um 70 milljarða króna virði samkvæmt gengi bréfa í Kauphöllinni, er að langstærstum hluta í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Svo skiptir mig það engu máli hver á hvað eða hverjir ráða á svæðinu!
    0
  • Ef varan fæst ekki fyrstu búðinni þar sem ég kem þá fer ég bara í þanæstu búðina alveg sama hvort það er bónus eða krónan eða iceland því allt er þetta sama varan hver svo sem eigandinn er þótt hún sé frá sitthvorum framleiðandanum
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Af hverju var formaðurinn og varaformaðurinn endurráðinn? Ég versla ekki við Krónuna N1 né Elko.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár