Ein stærsta og víðfeðmasta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi var opnuð 2. júlí. Þetta er samsýningin Nr 4 Umhverfing á Vestfjörðum, Ströndum og Dölum. Hundrað tuttugu og sex myndlistarmenn hafa sett upp verk sín vítt og breitt um Vestfirði, Strandir og Dali.
Sýningin er bæði utan- og innandyra. Veggir eru fylltir þar sem veggi má finna, og náttúran nýtt undir skúlptúra og innsetningar. Hillbilly settist niður með Ragnhildi Stefánsdóttur, myndlistarmanni og einum aðstandenda sýningarinnar. Hún, ásamt kollegum sínum og vinkonum í Akademíu skynjunarinnar, þeim Önnu Eyjólfs og Þórdísi Öldu, hafa staðið í ströngu við marglaga undirbúning. Samsýningin, sem er sannkölluð listahátíð, stendur í allt sumar og lýkur 27. ágúst.
Listin til fólksins!
Sýningin er ferðalag um Dali, Vestfirði og Strandir og tengist hinni nýju Vestfjarðaleið sem varð til við opnun Dýrafjarðarganga. Með sýningunni Nr 4 Umhverfing geta heimamenn og gestir ferðast um og upplifað myndlist, menningu og …
Athugasemdir