Allt að þriggja mánaða bið er nú eftir lausum tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stundin hefur fengið ábendingar frá fólki sem hefur pantað tíma hjá sínum heimilislæknum að undanförnu og fengið þau svör að biðtími sé frá nokkrum vikum og allt upp í fjóra mánuði. Síðustu daga hefur fólk einnig verið að benda á þetta á samfélagsmiðlum.
Starfsfólk Stundarinnar athugaði á síðunni Heilsuveru hvenær næsti lausi tími væri hjá þeirra heimilislækni.
Hjá einni var fyrsti lausi tími í nóvember, önnur gat fengið tíma í fyrsta lagi í lok september. Hjá tveimur var ekki hægt að bóka nýja tíma hjá heimilislækninum rafrænt. Tölvan sagði nei:
Önnur þeirra sem fékk þau skilaboð í gegnum Heilsuveru að möguleiki á rafrænum tímabókunum væri takmarkaður tímabundið, hafði samband við heilsugæsluna þar sem heimilislæknirinn hennar starfar og spurði hvenær næsti lausi tími hjá lækninum væri. Svörin voru að ekki væri hægt að bóka tíma hjá …
Athugasemdir (2)