Breski forsætisráðherrann Boris Johnson er sagður ætla að segja af sér sem formaður Íhaldsflokksins í dag og sem forsætisráðherra í haust, þegar arftaki hans hjá flokknum er fundinn. Flóðgátt afsagna úr ríkisstjórn hans opnaðist þegar tveir hátt settir ráðherrar, fjármálaráðherrann Rishi Sunak og heilbrigðisráðherrann Sajid Javid, sögðu af sér í fyrrakvöld. Síðan hafa 28 ráðherrar sagt af sér auk fjölda annars lykilfólks úr flokki forsætisráðherrans.
En hvernig fór Boris frá því að leiða Íhaldsflokkinn til síns stærsta kosningasigurs síðan á tímum Margaretar Thatcher til þess að vera knúinn til afsagnar af eigin ráðherrum? Skandalar hafa litað forsætisráðherratíð hans síðan hann sigraði þingkosningarnar 2019. Sá síðasti virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Þó málin hafa verið mörg virðast þrjú þeirra vera lykillinn að falli Borisar.
1 Lobbíismi Owens Paterson

Þingmaðurinn Owen Paterson braut reglur þingsins …
Athugasemdir