Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Boris Johnson mun brátt láta af embætti forsætisráðherra Bretlands. Ég hef nú spurt álíka spurningar áður, en læt samt vaða: Langafi Johnsons í föðurætt var ráðherra í allt öðru ríki en Bretlandi. Hvaða ríki var það?

2.  Johnson tilheyrir Íhaldsflokknum en hvað heitir stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Bretlandi?

3.  En þriðji stærsti þingflokkurinn á breska þinginu, hvað heitir hann?

4.  Árið 1924 var stofnaður Íhaldsflokkur á Íslandi en hann var lagður niður fimm árum seinna, þegar þingmenn hans stofnuðu — ásamt öðrum — nýjan flokk. Hvað hét nýi flokkurinn?

5.  Maya Angelou hét kona ein sem fæddist 1928 og vann fyrir sér sem dansari framan af fullorðinsárum. En svo varð hún þekkt sem ... hvað?

6.  Hvar á Íslandi er Dritvík þar sem fyrrum var útræði nokkurt?

7.  Kringum 1980 var ein vinsælasta popphljómsveit heims enskt tríó og hétu þremenningarnir í hljómsveitinni Stewart Copeland, Andy Summers og Gordon Sumner. Hvað kallaðist hljómsveit þeirra?

8.  Belukha heitir 4.506 metra hátt fjall í Altai-fjallgarðinum. Í hvaða heimsálfu er Belukha?

9.  Þótt fræðimenn séu reyndar ekki alveg á eitt sáttir, þá telja margir að í Altai-fjöllum hafi fyrir 2.500-3.000 árum þróast þjóð sem síðar óx að íþrótt og frægð og dreifðist langar leiðir hingað og þangað. Hvaða þjóð kynni það að hafa verið verið?

10.  Hver er langþekktasta höggmynd myndhöggvarans Edvards Eriksens?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi? (Hér gef ég þá vísbendingu að þetta er EKKI country-söngvari!)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tyrkland.

2.  Verkamannaflokkurinn.

3.  Skoski þjóðarflokkurinn.

4.  Sjálfstæðisflokkurinn.

5.  Rithöfundur.

6.  Á Snæfellsnesi.

7.  The Police.

8.  Asíu.

9.  Tyrkir.

Altai-fjöll eru á mótum Kasakstans, Rússlands (Síberíu), Mongólíu og Kína.

10.  Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bob Dylan.

Á neðri myndinni er Elon Musk auðkýfingur.

Þessi Musk

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár