Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Boris Johnson mun brátt láta af embætti forsætisráðherra Bretlands. Ég hef nú spurt álíka spurningar áður, en læt samt vaða: Langafi Johnsons í föðurætt var ráðherra í allt öðru ríki en Bretlandi. Hvaða ríki var það?

2.  Johnson tilheyrir Íhaldsflokknum en hvað heitir stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Bretlandi?

3.  En þriðji stærsti þingflokkurinn á breska þinginu, hvað heitir hann?

4.  Árið 1924 var stofnaður Íhaldsflokkur á Íslandi en hann var lagður niður fimm árum seinna, þegar þingmenn hans stofnuðu — ásamt öðrum — nýjan flokk. Hvað hét nýi flokkurinn?

5.  Maya Angelou hét kona ein sem fæddist 1928 og vann fyrir sér sem dansari framan af fullorðinsárum. En svo varð hún þekkt sem ... hvað?

6.  Hvar á Íslandi er Dritvík þar sem fyrrum var útræði nokkurt?

7.  Kringum 1980 var ein vinsælasta popphljómsveit heims enskt tríó og hétu þremenningarnir í hljómsveitinni Stewart Copeland, Andy Summers og Gordon Sumner. Hvað kallaðist hljómsveit þeirra?

8.  Belukha heitir 4.506 metra hátt fjall í Altai-fjallgarðinum. Í hvaða heimsálfu er Belukha?

9.  Þótt fræðimenn séu reyndar ekki alveg á eitt sáttir, þá telja margir að í Altai-fjöllum hafi fyrir 2.500-3.000 árum þróast þjóð sem síðar óx að íþrótt og frægð og dreifðist langar leiðir hingað og þangað. Hvaða þjóð kynni það að hafa verið verið?

10.  Hver er langþekktasta höggmynd myndhöggvarans Edvards Eriksens?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi? (Hér gef ég þá vísbendingu að þetta er EKKI country-söngvari!)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tyrkland.

2.  Verkamannaflokkurinn.

3.  Skoski þjóðarflokkurinn.

4.  Sjálfstæðisflokkurinn.

5.  Rithöfundur.

6.  Á Snæfellsnesi.

7.  The Police.

8.  Asíu.

9.  Tyrkir.

Altai-fjöll eru á mótum Kasakstans, Rússlands (Síberíu), Mongólíu og Kína.

10.  Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bob Dylan.

Á neðri myndinni er Elon Musk auðkýfingur.

Þessi Musk

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
1
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu