Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Boris Johnson mun brátt láta af embætti forsætisráðherra Bretlands. Ég hef nú spurt álíka spurningar áður, en læt samt vaða: Langafi Johnsons í föðurætt var ráðherra í allt öðru ríki en Bretlandi. Hvaða ríki var það?

2.  Johnson tilheyrir Íhaldsflokknum en hvað heitir stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Bretlandi?

3.  En þriðji stærsti þingflokkurinn á breska þinginu, hvað heitir hann?

4.  Árið 1924 var stofnaður Íhaldsflokkur á Íslandi en hann var lagður niður fimm árum seinna, þegar þingmenn hans stofnuðu — ásamt öðrum — nýjan flokk. Hvað hét nýi flokkurinn?

5.  Maya Angelou hét kona ein sem fæddist 1928 og vann fyrir sér sem dansari framan af fullorðinsárum. En svo varð hún þekkt sem ... hvað?

6.  Hvar á Íslandi er Dritvík þar sem fyrrum var útræði nokkurt?

7.  Kringum 1980 var ein vinsælasta popphljómsveit heims enskt tríó og hétu þremenningarnir í hljómsveitinni Stewart Copeland, Andy Summers og Gordon Sumner. Hvað kallaðist hljómsveit þeirra?

8.  Belukha heitir 4.506 metra hátt fjall í Altai-fjallgarðinum. Í hvaða heimsálfu er Belukha?

9.  Þótt fræðimenn séu reyndar ekki alveg á eitt sáttir, þá telja margir að í Altai-fjöllum hafi fyrir 2.500-3.000 árum þróast þjóð sem síðar óx að íþrótt og frægð og dreifðist langar leiðir hingað og þangað. Hvaða þjóð kynni það að hafa verið verið?

10.  Hver er langþekktasta höggmynd myndhöggvarans Edvards Eriksens?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi? (Hér gef ég þá vísbendingu að þetta er EKKI country-söngvari!)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tyrkland.

2.  Verkamannaflokkurinn.

3.  Skoski þjóðarflokkurinn.

4.  Sjálfstæðisflokkurinn.

5.  Rithöfundur.

6.  Á Snæfellsnesi.

7.  The Police.

8.  Asíu.

9.  Tyrkir.

Altai-fjöll eru á mótum Kasakstans, Rússlands (Síberíu), Mongólíu og Kína.

10.  Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bob Dylan.

Á neðri myndinni er Elon Musk auðkýfingur.

Þessi Musk

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár