Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

805. spurningaþraut: Sólgleraugu eru alltaf töff!

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Boris Johnson mun brátt láta af embætti forsætisráðherra Bretlands. Ég hef nú spurt álíka spurningar áður, en læt samt vaða: Langafi Johnsons í föðurætt var ráðherra í allt öðru ríki en Bretlandi. Hvaða ríki var það?

2.  Johnson tilheyrir Íhaldsflokknum en hvað heitir stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Bretlandi?

3.  En þriðji stærsti þingflokkurinn á breska þinginu, hvað heitir hann?

4.  Árið 1924 var stofnaður Íhaldsflokkur á Íslandi en hann var lagður niður fimm árum seinna, þegar þingmenn hans stofnuðu — ásamt öðrum — nýjan flokk. Hvað hét nýi flokkurinn?

5.  Maya Angelou hét kona ein sem fæddist 1928 og vann fyrir sér sem dansari framan af fullorðinsárum. En svo varð hún þekkt sem ... hvað?

6.  Hvar á Íslandi er Dritvík þar sem fyrrum var útræði nokkurt?

7.  Kringum 1980 var ein vinsælasta popphljómsveit heims enskt tríó og hétu þremenningarnir í hljómsveitinni Stewart Copeland, Andy Summers og Gordon Sumner. Hvað kallaðist hljómsveit þeirra?

8.  Belukha heitir 4.506 metra hátt fjall í Altai-fjallgarðinum. Í hvaða heimsálfu er Belukha?

9.  Þótt fræðimenn séu reyndar ekki alveg á eitt sáttir, þá telja margir að í Altai-fjöllum hafi fyrir 2.500-3.000 árum þróast þjóð sem síðar óx að íþrótt og frægð og dreifðist langar leiðir hingað og þangað. Hvaða þjóð kynni það að hafa verið verið?

10.  Hver er langþekktasta höggmynd myndhöggvarans Edvards Eriksens?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi? (Hér gef ég þá vísbendingu að þetta er EKKI country-söngvari!)

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tyrkland.

2.  Verkamannaflokkurinn.

3.  Skoski þjóðarflokkurinn.

4.  Sjálfstæðisflokkurinn.

5.  Rithöfundur.

6.  Á Snæfellsnesi.

7.  The Police.

8.  Asíu.

9.  Tyrkir.

Altai-fjöll eru á mótum Kasakstans, Rússlands (Síberíu), Mongólíu og Kína.

10.  Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bob Dylan.

Á neðri myndinni er Elon Musk auðkýfingur.

Þessi Musk

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár