Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík og þingmaður Framsóknarflokks, vill verða faglega ráðin bæjarstjóri í Hveragerði. Nafn hennar er á lista yfir umsækjendur um stöðuna sem birtur var á vef bæjarfélagsins í morgun. Vigdís lét af störfum sem borgarfulltrúi í síðasta mánuði. Hún gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa á vettvangi borgarinnar en stýrði kosningabaráttu Miðflokksins í borginni.
Sviptingar urðu í bæjarstjórnarmálum í Hveragerði í síðustu kosningum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi og þar með hreinum meirihluta sínum í bæjarstjórninni. Aldís Hafsteinsdóttir, sem hafði verið bæjarstjóri um alllangt skeið, réði sig í kjölfarið til starfa sem sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Meirihlutinn, sem myndaður er af framboðinu Okkar Hveragerði og Framsóknarflokknum, ákvað að auglýsa stöðu bæjarstjóra.
Fleiri þekkt nöfn úr pólitík sóttu um bæjarstjórastöðuna auk Vigdísar. …
Athugasemdir