Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

Fyrri aukaspurning:

Flugstjóri veifar til fólks niðri á flugbrautinni. Af hverju er þessi mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska landsliðið í fótbolta er nú að búast til keppni á Evrópumóti kvenna. Hversu oft hefur liðið ÁÐUR komist í lokakeppnina í kvennaflokknum?

2.  Árið 1989 hrundu kommúnistastjórnirnar í Mið- og Austur-Evrópu hver af annarri. Í árslok tók til dæmis við sem forseti í einu þessara ríkja Václav nokkur Havel sem verið hafði andófsmaður í landinu og meðal annars setið mörgum sinnum í fangelsi, lengst í fjögur ár samfleytt. Í hvaða ríki var Havel nú allt í einu orðinn forseti?

3.  En fyrir utan að vera andófsmaður og síðan forseti, þá var Havel kunnastur fyrir að vera ... hvað?

4.  Benedikt Erlingsson leikari, leikstjóri og nú síðast skógræktarfrömuður er af leikhúsfólki kominn. Faðir hans var Erlingur Gíslason leikari, en móðir Benedikts var einn kunnasti leikstjóri Íslendinga í áratugi. Hún hét ... hvað?

5.  Á hvaða grísku eyju er bærinn Knossos?

6.  Lagið Running Up That Hill frá 1985 hefur öðlast endurnýjaðar vinsældir á árinu eftir að hafa verið notað í vinsælum sjónvarpsþætti. Hvaða þætti?

7.  Lagið er eftir söngkonuna sem flytur það. Hvað heitir hún? 

8.  Hversu oft tók bóndasonur hár úr hala Búkollu?

9.  Maður nokkur var býsna umdeildur þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir 20-25 árum, meðal annars en þó ekki eingöngu vegna þess að hann er hvítur á hörund en haslaði sér hins vegar völl á sviði þar sem svartir listamenn höfðu fram að því verið nær einráðir. En hann hélt sig við leistann sinn og 2020 kom út 11. platan hans, Music To Be Murdered By. Hvað kallar maðurinn sig?

10.  Hvað er aftasta sjálfstæða ríkið í stafrófinu? Eingöngu má notast við íslenska nafnahefð og íslenska bókstafi, en ekki c, z, q og w.

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið er úr Disney-mynd frá 1940 og reyndar af atriði sem skar sig svolítið frá öðrum atriðum myndarinnar. Hvað hét myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þrisvar.

2.  Tékkóslóvakíu. Athugið að Tékkland er ekki rétt.

3.  Leikritahöfundur.

4.  Brynja Benediktsdóttir.

5.  Krít.

6.  Stranger Things.

7.  Kate Bush. 

Á hlaupum upp hæðina þá arna

8.  Þrisvar.

9.  Eminem.

10.  Þýskaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni veifar Paul Tibbets flugstjóri áður en hann leggur af stað á Boeing B-29 vél sinni til að gera fyrstu kjarnorkuárás sögunnar á Hírósjíma. Vélina hafði hann skírt Enolu Gay eftir móður sinni. Nóg er að nefna Hírósjíma.

Seinna skjáskotið er úr myndinni Fantasíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár