Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

Fyrri aukaspurning:

Flugstjóri veifar til fólks niðri á flugbrautinni. Af hverju er þessi mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska landsliðið í fótbolta er nú að búast til keppni á Evrópumóti kvenna. Hversu oft hefur liðið ÁÐUR komist í lokakeppnina í kvennaflokknum?

2.  Árið 1989 hrundu kommúnistastjórnirnar í Mið- og Austur-Evrópu hver af annarri. Í árslok tók til dæmis við sem forseti í einu þessara ríkja Václav nokkur Havel sem verið hafði andófsmaður í landinu og meðal annars setið mörgum sinnum í fangelsi, lengst í fjögur ár samfleytt. Í hvaða ríki var Havel nú allt í einu orðinn forseti?

3.  En fyrir utan að vera andófsmaður og síðan forseti, þá var Havel kunnastur fyrir að vera ... hvað?

4.  Benedikt Erlingsson leikari, leikstjóri og nú síðast skógræktarfrömuður er af leikhúsfólki kominn. Faðir hans var Erlingur Gíslason leikari, en móðir Benedikts var einn kunnasti leikstjóri Íslendinga í áratugi. Hún hét ... hvað?

5.  Á hvaða grísku eyju er bærinn Knossos?

6.  Lagið Running Up That Hill frá 1985 hefur öðlast endurnýjaðar vinsældir á árinu eftir að hafa verið notað í vinsælum sjónvarpsþætti. Hvaða þætti?

7.  Lagið er eftir söngkonuna sem flytur það. Hvað heitir hún? 

8.  Hversu oft tók bóndasonur hár úr hala Búkollu?

9.  Maður nokkur var býsna umdeildur þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir 20-25 árum, meðal annars en þó ekki eingöngu vegna þess að hann er hvítur á hörund en haslaði sér hins vegar völl á sviði þar sem svartir listamenn höfðu fram að því verið nær einráðir. En hann hélt sig við leistann sinn og 2020 kom út 11. platan hans, Music To Be Murdered By. Hvað kallar maðurinn sig?

10.  Hvað er aftasta sjálfstæða ríkið í stafrófinu? Eingöngu má notast við íslenska nafnahefð og íslenska bókstafi, en ekki c, z, q og w.

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið er úr Disney-mynd frá 1940 og reyndar af atriði sem skar sig svolítið frá öðrum atriðum myndarinnar. Hvað hét myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þrisvar.

2.  Tékkóslóvakíu. Athugið að Tékkland er ekki rétt.

3.  Leikritahöfundur.

4.  Brynja Benediktsdóttir.

5.  Krít.

6.  Stranger Things.

7.  Kate Bush. 

Á hlaupum upp hæðina þá arna

8.  Þrisvar.

9.  Eminem.

10.  Þýskaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni veifar Paul Tibbets flugstjóri áður en hann leggur af stað á Boeing B-29 vél sinni til að gera fyrstu kjarnorkuárás sögunnar á Hírósjíma. Vélina hafði hann skírt Enolu Gay eftir móður sinni. Nóg er að nefna Hírósjíma.

Seinna skjáskotið er úr myndinni Fantasíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár