Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

804. spurningaþraut: Af hverju er verið að birta þessa mynd?

Fyrri aukaspurning:

Flugstjóri veifar til fólks niðri á flugbrautinni. Af hverju er þessi mynd?

***

Aðalspurningar:

1.  Íslenska landsliðið í fótbolta er nú að búast til keppni á Evrópumóti kvenna. Hversu oft hefur liðið ÁÐUR komist í lokakeppnina í kvennaflokknum?

2.  Árið 1989 hrundu kommúnistastjórnirnar í Mið- og Austur-Evrópu hver af annarri. Í árslok tók til dæmis við sem forseti í einu þessara ríkja Václav nokkur Havel sem verið hafði andófsmaður í landinu og meðal annars setið mörgum sinnum í fangelsi, lengst í fjögur ár samfleytt. Í hvaða ríki var Havel nú allt í einu orðinn forseti?

3.  En fyrir utan að vera andófsmaður og síðan forseti, þá var Havel kunnastur fyrir að vera ... hvað?

4.  Benedikt Erlingsson leikari, leikstjóri og nú síðast skógræktarfrömuður er af leikhúsfólki kominn. Faðir hans var Erlingur Gíslason leikari, en móðir Benedikts var einn kunnasti leikstjóri Íslendinga í áratugi. Hún hét ... hvað?

5.  Á hvaða grísku eyju er bærinn Knossos?

6.  Lagið Running Up That Hill frá 1985 hefur öðlast endurnýjaðar vinsældir á árinu eftir að hafa verið notað í vinsælum sjónvarpsþætti. Hvaða þætti?

7.  Lagið er eftir söngkonuna sem flytur það. Hvað heitir hún? 

8.  Hversu oft tók bóndasonur hár úr hala Búkollu?

9.  Maður nokkur var býsna umdeildur þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir 20-25 árum, meðal annars en þó ekki eingöngu vegna þess að hann er hvítur á hörund en haslaði sér hins vegar völl á sviði þar sem svartir listamenn höfðu fram að því verið nær einráðir. En hann hélt sig við leistann sinn og 2020 kom út 11. platan hans, Music To Be Murdered By. Hvað kallar maðurinn sig?

10.  Hvað er aftasta sjálfstæða ríkið í stafrófinu? Eingöngu má notast við íslenska nafnahefð og íslenska bókstafi, en ekki c, z, q og w.

***

Seinni aukaspurning:

Skjáskotið er úr Disney-mynd frá 1940 og reyndar af atriði sem skar sig svolítið frá öðrum atriðum myndarinnar. Hvað hét myndin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þrisvar.

2.  Tékkóslóvakíu. Athugið að Tékkland er ekki rétt.

3.  Leikritahöfundur.

4.  Brynja Benediktsdóttir.

5.  Krít.

6.  Stranger Things.

7.  Kate Bush. 

Á hlaupum upp hæðina þá arna

8.  Þrisvar.

9.  Eminem.

10.  Þýskaland.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni veifar Paul Tibbets flugstjóri áður en hann leggur af stað á Boeing B-29 vél sinni til að gera fyrstu kjarnorkuárás sögunnar á Hírósjíma. Vélina hafði hann skírt Enolu Gay eftir móður sinni. Nóg er að nefna Hírósjíma.

Seinna skjáskotið er úr myndinni Fantasíu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár