Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

802. spurningaþraut: Hér gefst kostur á lárviðarstigi — með eikarlaufum!

802. spurningaþraut: Hér gefst kostur á lárviðarstigi — með eikarlaufum!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða meginfljót rennur þarna um þröngt „hlið“ á leið sinni til sjávar? Og þið fáið lárviðarstig með eikarlaufum ef þið munið af hverjum lágmyndin í klettinum er.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða gata í Reykjavík er talin liggja nokkurn veginn eins og fyrsti gangstígurinn sem þar var troðinn?

2.  Hvernig er framhaldið: „Að fljóta sofandi að  ...“ hverju?

3.  Við Hagatorg í Reykjavík standa tveir grunnskólar. Hvað heita þeir?

4.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tallinn?

5.  Ef þú ferð á veitingahús og pantar „escargots“, hvað færðu þá?

6.  Í hvaða fjallgarði má finna landið Dagestan? — sem vel að merkja er ekki sjálfstætt ríki.

7.  Ptolemeusar-ættin í Egiftalandi hafði það fyrir sið að gifta systkini sem síðan sátu saman að völdum. Kunnasta drottningin af Ptolemeusar-ættinni var hin sögufræga Kleópatra og hún ríkti í byrjun með tveim bræðrum sínum. Þeir hétu báðir sama nafninu og urðu báðir skammlífir. Hvað hétu þeir?

8.  Á 13. öld var Osló ekki höfuðborg Noregs, heldur ... hvaða borg?

9.  Góðan hluta þeirrar aldar var norskur kóngur að seilast til áhrifa á Íslandi. Hvað hét hann?

10.  Léa Seydoux heitir frönsk leikkona sem hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn, t.d. fyrir hlutverk sitt í myndinni Blár er hlýjasti liturinn á Cannes-hátíðinni 2013. Lítill vafi er þó á að flestir hafa séð hana í tveim vinsælum myndum frá 2015 og 2021 þar sem hún lék hlutverk Madeleine Swann. Hvaða myndir eru það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aðalstræti.

2.  Feigðarósi.

3.  Melaskóli og Hagaskóli.

4.  Eistlandi.

5.  Snigla.

6.  Kákasus.

7.  Ptolemeus.

8.  Bergen, Björgvin.

9.  Hákon.

10.  Bond-myndir. Ekki er nauðsynlegt að vita nöfn þeirra beggja en þær heita Spectre og No Time To Die. 

Léa Seydoux

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Dóná falla um hluta „járnhliðsins“ á mótum Serbíu og Rúmeníu.

Og kóngurinn í klettinum er Decebalus konungur í Dakíu (Rúmeníu) 87 – 106 e.Kr.

Á neðri myndinni er kanadíski fáninn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár