Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

802. spurningaþraut: Hér gefst kostur á lárviðarstigi — með eikarlaufum!

802. spurningaþraut: Hér gefst kostur á lárviðarstigi — með eikarlaufum!

Fyrri aukaspurning:

Hvaða meginfljót rennur þarna um þröngt „hlið“ á leið sinni til sjávar? Og þið fáið lárviðarstig með eikarlaufum ef þið munið af hverjum lágmyndin í klettinum er.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða gata í Reykjavík er talin liggja nokkurn veginn eins og fyrsti gangstígurinn sem þar var troðinn?

2.  Hvernig er framhaldið: „Að fljóta sofandi að  ...“ hverju?

3.  Við Hagatorg í Reykjavík standa tveir grunnskólar. Hvað heita þeir?

4.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tallinn?

5.  Ef þú ferð á veitingahús og pantar „escargots“, hvað færðu þá?

6.  Í hvaða fjallgarði má finna landið Dagestan? — sem vel að merkja er ekki sjálfstætt ríki.

7.  Ptolemeusar-ættin í Egiftalandi hafði það fyrir sið að gifta systkini sem síðan sátu saman að völdum. Kunnasta drottningin af Ptolemeusar-ættinni var hin sögufræga Kleópatra og hún ríkti í byrjun með tveim bræðrum sínum. Þeir hétu báðir sama nafninu og urðu báðir skammlífir. Hvað hétu þeir?

8.  Á 13. öld var Osló ekki höfuðborg Noregs, heldur ... hvaða borg?

9.  Góðan hluta þeirrar aldar var norskur kóngur að seilast til áhrifa á Íslandi. Hvað hét hann?

10.  Léa Seydoux heitir frönsk leikkona sem hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn, t.d. fyrir hlutverk sitt í myndinni Blár er hlýjasti liturinn á Cannes-hátíðinni 2013. Lítill vafi er þó á að flestir hafa séð hana í tveim vinsælum myndum frá 2015 og 2021 þar sem hún lék hlutverk Madeleine Swann. Hvaða myndir eru það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Aðalstræti.

2.  Feigðarósi.

3.  Melaskóli og Hagaskóli.

4.  Eistlandi.

5.  Snigla.

6.  Kákasus.

7.  Ptolemeus.

8.  Bergen, Björgvin.

9.  Hákon.

10.  Bond-myndir. Ekki er nauðsynlegt að vita nöfn þeirra beggja en þær heita Spectre og No Time To Die. 

Léa Seydoux

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Dóná falla um hluta „járnhliðsins“ á mótum Serbíu og Rúmeníu.

Og kóngurinn í klettinum er Decebalus konungur í Dakíu (Rúmeníu) 87 – 106 e.Kr.

Á neðri myndinni er kanadíski fáninn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár