Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst

799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst

Fyrri aukaspurning:

Hvern má sjá hér málaðan sem Súpermann?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað kallast á íslensku sú sjónvarpssería sem á ensku er nefnd Blackport?

2.  Glókollur heitir fugl af söngvaraætt sem gerðist staðfugl á Íslandi laust fyrir aldamótin 2000. Og þar með hlaut glókollur ákveðna nafnbót hér á landi. Hver er hún?

3.  Jailhouse Rock er lag eftir þá kunnu bandarísku lagahöfunda Leiber og Stoller. En hver söng lagið fyrstur allra inn á hljómplötu?

4.  Hvað er Aurora Borealis?

5.  Adríahaf er innhaf annars innhafs, sem heitir ... hvað?

6.  Hver hlaut nafnbótina „keisaraynja af Indlandi“ árið 1877?

7.  Hversu langt er á milli Íslands og Grænlands þar sem styst er yfir Grænlandssund? Eru það 90 kílómetrar — 190 kílómetrar — 290 kílómetrar — eða 390 kílómetrar?

8.  Hvað ertu aftur prímtölur?

9.  Og hverjar eru fyrstu sex prímtölurnar? — talan 1 telst vitaskuld ekki með.

10.  Hvað er lengsta hryggdýrið í heimi sem ekki er spendýr? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Á hvaða tungumáli er textinn sem hér má sjá?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Verbúðin.

2.  Minnsti fugl á Íslandi.

3.  Elvis Presley.

4.  Norðurljósin.

5.  Miðjarðarhaf.

6.  Viktoría Bretadrottning.

7.  290 kílómetrar.

8.  Tölur hærri en 1 sem engar tölur ganga upp í nema talan sjálf og talan 1.

9.  2,3,5,7,11,13.

10.   Hvalháfur. Hákarl dugar ekki.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er einkaþjálfarinn Arnar Grant.

Á neðri myndinni má sjá texta á tyrknesku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár