Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar

792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar

Fyrri aukaspurning:

Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra?

2.  William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði sonurinn helst?

3.  Hvaða land í veröldinni líkist einna helst stígvéli að sjá á korti?

4.  Á Íslandskorti má sjá tvö stígvél, hvort af sínu tagi. Hver eru þau?

5.  Hver var formaður Samfylkingar á undan Loga Einarssyni?

6.  Hvaða söngkona lék aðal kvenrulluna í bíómyndinni Karlakórinn Hekla?

7.  Í mörgum bandarískum borgum eru götur sem heita Broadway. En í hvaða borg er sú frægasta þeirra gatna — þar sem öll leikhúsin eru?

8.  Hvar er Longyearbyen að finna?

9.  Her hvaða ríkis gerði innrás í Þýskaland 7. september 1939?

10.  Stephen Breyer, Sonia Sotomayor og Elena Kagan — hvað gerðu þau á dögunum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sigmundur Ernir Rúnarsson.

2.  Stofnaði Microsoft m.m.

3.  Ítalía.

4.  Reykjanes og Hvammsfjörður.

5.  Oddný Harðardóttir.

6.  Ragnhildur Gísladóttir.

7.  New York.

8.  Á Svalbarða.

9.  Frakklands.

10.  Mynduðu minnihlutann í Hæstarétti Bandaríkanna sem vildi viðhalda dómafordæmi Roe/Wade um þungungarrof. 

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir árásina á Pearl Harbor í desember 1941.

Neðri myndin sýnir Margréti Danadrottningu fyrir fáeinum áratugum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár