Frá árinu 1973 hafa bandarískar konur talist hafa stjórnarskrárbundinn rétt til að þess að enda þungun sína, en frá og með deginum í dag þurfa þær að treysta á að kjörnir fulltrúar í ríkjum þar sem þær búa styðji rétt þeirra til þess. Svo er þó ekki í mörgum tilfellum. Konur í um helmingi ríkja Bandaríkjanna munu því búa við þá stöðu að mega ekki fara í þungunarrof, nema í algerum undantekningartilfellum. Aðeins nokkrir dagar eru þar til þau lög koma til framkvæmda. Óvissa ríkir um stöðu kvenna í fjölda annarra ríkja.
„Þungunarrof kallar fram djúpstæða siðferðislega spurningu. Stjórnarskráin bannar ekki borgurum hvers ríkis að setja reglur um eða bann við þungunarrofi,“ segir í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því í dag. Rétturinn segist „skila valdinu til fólksins og kjörinna fulltrúa“. „Stjórnarskráin vísar aldrei til þungunarrofs,“ segir þar enn fremur.
Dómurinn í dag veldur straumhvörfum í sögu Bandaríkjanna. Hann er afleiðing …
Athugasemdir