Fyrri aukaspurning:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er stærsta heimsálfan að flatarmáli?
2. En hver skyldi vera næststærst?
3. Og hver er þá í þriðja sæti?
4. En hver skyldi vera fjölmennasta heimsálfan?
5. Og hver í öðru sæti að mannfjölda?
6. Það er varla að ég þori að spyrja, en hver er þá þriðja fjölmennasta heimsálfan?
7. Hvað hét aðalleikarinn í myndinni Saving Private Ryan frá 1998?
8. Hvaða ár varð Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra?
9. Í hvaða bók kemur fyrir dugmikil kona að nafni Sherazade?
10. Hvað heitir framkvæmdastjóri NATO? — Og svo er lárviðarstig fyrir að muna hvað hét forveri núverandi framkvæmdastjóra!
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir dýrið á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Asía.
2. Afríka.
3. Norður-Ameríka.
4. Asía.
5. Afríka.
6. Evrópa.
7. Tom Hanks.
8. 2009.
9. 1001 nótt.
10. Stoltenberg. — Á undan honum sat Anders Fogh Rasmussen í því sæti.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Glenn Close.
Á neðri myndinni er Bambi.
Athugasemdir (1)