Nefnd, sem falið var að kanna hvort börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, í Eyjafirði hefðu sætt illri meðferð eða verið beitt ofbeldi, hefur lokið vinnu sinni og skilaði skýrslu þar um um síðustu mánaðamót. Engu að síður hefur skýrslan enn ekki verið kynnt ráðherra eða birt opinberlega og þeim konum sem vistaðar voru á heimilinu hefur ekki verið gerð grein fyrir því sem í henni kemur fram.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála var falið að kanna rekstur Laugalands, áður Varpholts, 23. febrúar 2021. Skipuð var fjögurra manna nefnd sem sinna átti þeirri könnun. Samkvæmt verkáætlun voru aðilar málsins 101 talsins, að undanskildum starfsmönnum barnaverndarnefnda, og átti að bjóða þeim öllum að taka þátt í könnuninni. Samkvæmt verkáætlun átti könnuninni að vera lokið um síðustu áramót, en sú áætlun stóðst ekki og voru ekki settar fram neinar skýringar þar á. Síðar var boðað að skila ætti niðurstöðum rannsóknarinnar …
Athugasemdir