Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar

Klass­ísk­ir söngv­ar­ar á Ís­landi vilja að stjórn og óperu­stjóri Ís­lensku óper­unn­ar víki taf­ar­laust. Fé­lag þeirra, Klass­ís, skor­ar á ráð­herra menn­ing­ar­mála að stöðva fjár­veit­ing­ar til Óper­unn­ar að öðr­um kosti. Fé­lag­ið seg­ir Óper­una sýna söngvur­um lít­ilsvirð­ingu.

Söngvarar vilja stöðva fjárveitingar til Óperunnar
Vilja að óperustjóri víki Klassís, félag klassískra söngvara, fer fram á að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri víki, ásamt stjórn Íslensku óperunnar. Að öðrum kosti eigi ríkið að skrúfa fyrir fjárveitingar til Óperunnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, vill að ríkið hætti fjárveitingum til Íslensku óperunnar, nema að bæði stjórn og óperustjóri víki tafarlaust. Er ályktunin send í framhaldi af dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur, en Óperan braut gegn kjarasamningsbundnum réttindum hennar.

Þóra Einarsdóttir

Í áskorun félagsins, sem samþykkt var á félagsfundi síðastliðinn mánudag, segir að að félagið skori á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar að öllu óbreyttu. „Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir.“

Áður, hinn 10. janúar 2021, hafði félagið sett fram vantraustsyfirlýsingu á bæði stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. Þá vantraustsyfirlýsingu ítrekar félagið nú.

„Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra“

Samkvæmt dómi Landsréttar braut Íslenska óperan gegn kjarasamningsbundnum rétti Þóru með því að greiða lægri laun á æfingatímabilum en samningur kveður á um. Þá var ekki greitt fyrir yfirvinnu né voru launatengd gjöld greidd. „Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu,“ segir í ályktun Klassís.

Ljóst er að mikill þungi er í söngvurum út í Óperuna og birtist það í yfirlýsingunni. „Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár