Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Fjórir á síðasta kjörtímabili Fjórir sveitarstjórnarmenn á Vest- og Austfjörðum, sem sjókvíaeldi við Ísland fer fram, voru starfandi hjá laxeldisfyrirtækjum samhliða því á síðasta kjörtímabili. Mynd: Samsett Stundin / Davíð Þór

Nokkur dæmi er um það á Íslandi á liðnum árum að íslenskir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og Austurlandi hafi samhliða verið starfsmenn laxeldisfyrirtækja í sveitarfélögunum. Um er að ræða laxeldisfyrirtæki, sem eru að langmestu leyti í eigu norskra fjárfesta, sem eiga verulega fjárhagslega hagsmuni undir ákvörðunum viðkomandi sveitarfélaga um iðnrekstur þeirra í sjókvíum í íslenskum fjörðum. Gildandi siðareglur sveitarstjórnanna eiga að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þar sem einkahagsmunir og almannahagsmunir geta skarast, og hafa þessir sveitarstjórnarmenn í einhverjum tilfellum gripið til ráðstafana þegar málefni laxeldisfyrirtækjanna hafa verið rædd og ákvarðanir teknar sem snerta þau.  

Í einhverjum tilfellum hafa þessir sveitarstjórnarmenn vikið af fundum þar sem málefni laxeldisfyrirtækjanna eru tekin fyrir en í öðrum tilfellum ekki. Þá eru dæmi um að sveitarstjórnarmennirnir hafi farið í leyfi frá störfum vegna starfa sinna fyrir laxeldisfyrirtækin en í öðrum tilfellum hafa þeir ekki gert þetta og þá samtímis starfað sem kjörnir fulltrúa sveitarstjórna og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Sama fólkið er allt í öllu í þessum fámennu sveitarfélögum. Ótvíræð vísbending um nauðsyn stækkunar þeirra. Vestfirðir og Austfirðir væru varla nema miðlungs sveitarfélög að mannfjölda, þótt sameinuð væru.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kom mest á óvart að sjá sjókvíar rétt hjá Vigur, fallegustu eyju landsins.
    Græðgin ríður ekki við einteyming.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þrír einstaklinganna á myndinni voru forsetar sinnar sveitarstjórnar. Einnkennilegar tilviljanir? Var líklegt að þeir gætu haft meiri áhrif í
    sinni sveitarstjórn en óbreyttir fulltrúar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

„Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það“
ViðtalLaxeldi

„Þetta er stríð og við telj­um okk­ur geta unn­ið það“

Yvon Chouin­ard, stofn­andi fatafram­leið­and­ans Patagonia, ræð­ir um ára­tuga tengsl sín við Ís­land og bar­átt­una gegn sjókvía­eldi á eld­islaxi hér á landi. Patagonia frum­sýndi ný­ver­ið mynd um sjókvía­eld­ið á Ís­landi. Yvon er bjart­sýnn á að sjókvía­eld­ið verði bann­að á Ís­landi þar sem ís­lensk­ir kjós­end­ur séu vel upp­lýst­ir og taki mark á vís­ind­um.
Arctic Fish segir að faraldur laxalúsar hafi leitt til slysasleppingar hjá fyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Arctic Fish seg­ir að far­ald­ur laxal­ús­ar hafi leitt til slysaslepp­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu

Nýj­ar skýr­ing­ar en áð­ur hafa kom­ið fram á slysaslepp­ing­unni hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish er að finna í árs­reikn­ingi þess fyr­ir síð­asta ár. Þar seg­ir að lúsafar­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu hafi leitt til þess að eld­islax­ar sluppu úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein Ove-Tveiten seg­ir að laxal­ús­in sé ekki bein ástæða fyr­ir slysaslepp­ing­unni held­ur und­ir­liggj­andi ástæða.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu