Engin framþróun er í námskrá ökuprófa og ekki er tekið tillit til breytinga í umferðarmálum. Fólki sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli er ekki heimilt að hafa túlk sér til aðstoðar við töku ökuprófa, séu prófin til á þeirra tungumáli, og námskrá ökuprófa er eingöngu til á íslensku. „Það er rasismi að leggja þetta svona fram,“ segir Guðbrandur Bogason, fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands.
Guðbrandur er fjarri því að vera sáttur við hver staða mála er varðandi ökunám og ökupróf á Íslandi. Hann hóf störf sem ökukennari árið 1970 og er enn að kenna, nú hálfri öld síðar. Í 27 ár var hann formaður Ökukennarafélags Íslands og starfaði sömuleiðis á erlendum samráðsvettvangi, bæði á Norðurlöndum og innan Evrópusambands ökuskóla. Hann er þá framkvæmdastjóri og einn eigenda Ökuskólans í Mjódd og má halda því fram að fáir Íslendingar þekki jafn vel til ökunáms á Íslandi, þróunar þess og stöðu.
Athugasemdir (8)