Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum

Ekk­ert há­mark er á þétt­ingu byggð­ar nærri Borg­ar­línu. Ásta Loga­dótt­ir, einn helsti sér­fræð­ing­ur í ljósvist á Ís­landi, reyn­ir að fá sól­ar­ljós og dags­birtu bundna inn í bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. Hún seg­ir það hafa ver­ið sett í hend­urn­ar á al­menn­ingi að gæta þess að kaupa ekki fast­eign­ir án heilsu­sam­legs magns af dags­birtu.

Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Greinir ljós og skugga Eftir að hafa starfað í Danmörku varð Ásta Logadóttir verkfræðingur þess áskynja að Íslendingar hafa innbyggt hömluleysi í byggðarþéttingu í reglugerðir. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Íbúar í nýrri, þéttri byggð í Reykjavík og Kópavogi geta margir átt von á því að mun meira myrkur verði á heimili þeirra en almennt hefur þekkst á Íslandi hingað til. 

Verkfræðingurinn Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í svokallaðri ljósvist, sem lýsir því hvernig dagsbirta og sólarljós berst að byggingum og inn í þær, hefur áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum þéttingar byggðar, þótt hún telji þéttingu byggðar mikilvæga „ef hún er gerð á réttan hátt“.

Ásta hefur beitt sér fyrir því að byggingarreglugerð verði uppfærð til að taka mið af ljósvist, fremur en eingöngu hljóðvist, eins og nú er. Hún segir að eftir þéttingu byggðar hafi ábyrgðin verið sett yfir á almenning að velja sér húsnæði sem vinnur ekki gegn heilsunni.

Munur á Íslandi og Danmörku

„Regluverkið okkar passar engan veginn upp á gæðin hvað varðar dagsljós,“ segir Ásta. Áhyggjur hennar af íslensku skipulagi uxu með hækkandi byggð í sjónmáli …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Þarna er fjallað um einhver helstu afreksverk krataeðilsfrömuðanna Dags bé og Hjalla nokkurs, sem kenndur er við holur, einkum holur á götum borgarinnar sem ku vera í milljonatali úr um allan bæ.
    -2
  • Elísabet Jónsdóttir skrifaði
    held að við verðum að fara að skoða þessi mál mun betur
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu