Íbúar í nýrri, þéttri byggð í Reykjavík og Kópavogi geta margir átt von á því að mun meira myrkur verði á heimili þeirra en almennt hefur þekkst á Íslandi hingað til.
Verkfræðingurinn Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í svokallaðri ljósvist, sem lýsir því hvernig dagsbirta og sólarljós berst að byggingum og inn í þær, hefur áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum þéttingar byggðar, þótt hún telji þéttingu byggðar mikilvæga „ef hún er gerð á réttan hátt“.
Ásta hefur beitt sér fyrir því að byggingarreglugerð verði uppfærð til að taka mið af ljósvist, fremur en eingöngu hljóðvist, eins og nú er. Hún segir að eftir þéttingu byggðar hafi ábyrgðin verið sett yfir á almenning að velja sér húsnæði sem vinnur ekki gegn heilsunni.
Munur á Íslandi og Danmörku
„Regluverkið okkar passar engan veginn upp á gæðin hvað varðar dagsljós,“ segir Ásta. Áhyggjur hennar af íslensku skipulagi uxu með hækkandi byggð í sjónmáli …
Athugasemdir (3)