Fyrri aukaspurning:
Hvaða konu má sjá hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hverjir skráðu fyrstu útgáfuna um Hans og Grétu?
2. Hvaða ríki tilheyrir eyjan Honshu?
3. Hvaða ráðherraembætti gegndi Katrín Jakobsdóttir áður en hún varð forsætisráðherra?
4. Í hvaða á er Gullfoss?
5. Hve gamall var Alexander mikli þegar hann dó? Hér má skeika einu ári til eða frá.
6. Eftir að Alexander dó skiptu herforingjar ríki hans á milli sín. Hvaða ríki sölsaði Ptolemeus til sín?
7. Stærsta hluta ríkis Alexander tók Selevkos nokkur undir sig. En afkomendum hans hélst illa á ríkinu, og að lokum var ríki hinna svonefndu Selefkída að mestu bundið við eitt núverandi ríki og nánasta nágrenni þess. Hvaða ríki er það?
8. Í hvaða landi er blaðið Le Monde gefið út?
9. Fyrir hvað er Rússinn Anton Tsékov frægastur?
10. Tsékov var reyndar menntaður á tilteknu sviði og vann mestan hluta ævinnar við það. Hann var sem sagt ... hvað?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða flugfélag notar lógóið hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Grimm-bræður.
2. Japan.
3. Menntamálaráðherra.
4. Hvítá.
5. Hann mun hafa verið 32 ára, svo rétt telst vera 31-33.
6. Egiftaland.
7. Sýrland.
8. Frakklandi.
9. Ritstörf.
10. Læknir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er leikkonan Kate Winslet.
Á neðri myndinni er lógó þýska flugfélagsins Lufthansa.
Athugasemdir