Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

774. spurningaþraut: Að vinna fyrir óvin sinn ... hvar?

774. spurningaþraut: Að vinna fyrir óvin sinn ... hvar?

Fyrri aukaspurning:

Hvað skyldi þetta eldfjall heita? Myndin er tekin skömmu eftir eldgos.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða jurt heitir eftir latneska orðinu yfir úlf?

2.  Fyrir 65 árum var gerð fræg kvikmynd þar sem breskir stríðsfangar eru neyddir til að smíða brú yfir fljót eitt, og leiðtogi fanganna tekur það svo hátíðlega að hann leggur allan metnað sinn í verkið, þó hann sé í rauninni að liðsinna óvinunum með verkinu. Myndin heitir Brúin yfir ... hvaða fljót?

3.  Hverjir eru það sem hafa Bretana í haldi við þessa brúarsmíði?

4.  Hvað hétu helstu byggðir norrænna manna á Grænlandi á miðöldum?

5.  Til hvaða Evrópuríkis telst eyjan Hydra?

6.  Kanadískur tónlistarmaður hélt til á eyjunni á örlagaríku skeiði ævinnar og kynntist þar konunni Marianne sem hann kvaddi síðan í frægu lagi. Hvað hét þessi tónlistarmaður?

7.  Alexandra Briem situr í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir ... hverja?

8.  En hvar er Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri?

9.  Manchester City varð á dögunum Englandsmeistari í fótbolta karla. Rauðbirkinn Belgi er einhver allra besti maður liðsins. Hvað heitir hann?  

10.  Hvað er narsissisti?

***

Seinni aukaspurning:

Hér sést hluti af plakati nýlegrar bíómyndar. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lúpína.

2.  Kwai.

3.  Japanir.

4.  Eystribyggð og Vestribyggð.

5.  Grikklands.

6.  Leonard Cohen.

7.  Pírata.

8.  Vestmannaeyjum.

9.  De Bruyne.

10.  Einstaklingur svo sjálfhverfur að það er komið út í sjúklegar öfgar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á myndinni að ofan er fjallið St.Helens í Bandaríkjunum sem gaus frægu sprengigosi árið 1980.

Á neðri myndinni er hluti af plakati myndarinnar Joker. Svona leit það út í heild:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár