Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

771. spurningaþraut: „Ísland, ögrum skorið ...“

771. spurningaþraut: „Ísland, ögrum skorið ...“

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd var tekin 1873 af 19 ára pilti. Hvað heitir hann? Best að gefa þá vísbendingu að hann var eigi Íslendingur.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir að vera heimóttarlegur?

2.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Tsjad?

3.  Hvaða Arabaríki er kennt við fjölskyldu eina?

4.  „Ísland, ögrum skorið, eg vil nefna þig ...“ og hvernig er framhaldið?

5.  Hvað þýðir annars ögur?

6.  Hverrar þjóðar var kvikmyndastjarnan Greta Garbo?

7.  En Margaret Atwood, höfundur Sögu þernunnar?

8.  Hvað er algengasta frumefnið í alheiminum öllum?

9.  Sýslur eru nú aflagðar sem stjórnsýslueiningar. En hvaða sýslu tilheyrði Reykjavík?

10.  Hver er stærsti hluturinn í sólkerfinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vandræðalegur, sauðarlegur.

2.  Afríku.

3.  Sádi-Arabía.

4.  „... sem á brjóstum borið.“

5.  Vík. Kórrétt merking er klettavík, en hér duga víkur eða vogar almennt.

6.  Sænsk.

7.  Kanadísk.

8.  Vetni.

9.  Gullbringu- og Kjósarsýslu.

10.  Sólin.

***

Svör við aukaspurningum:

Svarið við fyrri spurningunni er Van Gogh.

Svarið við seinni spurningunni er líka Van Gogh.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps... laumupúkinn hér. Gullbringu- og Kjósarsýsla eru í raun 2 sýslur (rétt eins og Borgarfjarðar- og Mýrasýsla) og Reykjavík, vænti ég, væri þá í Kjósarsýslu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár