Fyrri aukaspurning:
Þessi mynd var tekin 1873 af 19 ára pilti. Hvað heitir hann? Best að gefa þá vísbendingu að hann var eigi Íslendingur.
***
Aðalspurningar:
1. Hvað þýðir að vera heimóttarlegur?
2. Í hvaða heimsálfu er ríkið Tsjad?
3. Hvaða Arabaríki er kennt við fjölskyldu eina?
4. „Ísland, ögrum skorið, eg vil nefna þig ...“ og hvernig er framhaldið?
5. Hvað þýðir annars ögur?
6. Hverrar þjóðar var kvikmyndastjarnan Greta Garbo?
7. En Margaret Atwood, höfundur Sögu þernunnar?
8. Hvað er algengasta frumefnið í alheiminum öllum?
9. Sýslur eru nú aflagðar sem stjórnsýslueiningar. En hvaða sýslu tilheyrði Reykjavík?
10. Hver er stærsti hluturinn í sólkerfinu?
***
Seinni aukaspurning:
Hver málaði málverkið hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Vandræðalegur, sauðarlegur.
2. Afríku.
3. Sádi-Arabía.
4. „... sem á brjóstum borið.“
5. Vík. Kórrétt merking er klettavík, en hér duga víkur eða vogar almennt.
6. Sænsk.
7. Kanadísk.
8. Vetni.
9. Gullbringu- og Kjósarsýslu.
10. Sólin.
***
Svör við aukaspurningum:
Svarið við fyrri spurningunni er Van Gogh.
Svarið við seinni spurningunni er líka Van Gogh.
Athugasemdir (1)