Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

771. spurningaþraut: „Ísland, ögrum skorið ...“

771. spurningaþraut: „Ísland, ögrum skorið ...“

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd var tekin 1873 af 19 ára pilti. Hvað heitir hann? Best að gefa þá vísbendingu að hann var eigi Íslendingur.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir að vera heimóttarlegur?

2.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Tsjad?

3.  Hvaða Arabaríki er kennt við fjölskyldu eina?

4.  „Ísland, ögrum skorið, eg vil nefna þig ...“ og hvernig er framhaldið?

5.  Hvað þýðir annars ögur?

6.  Hverrar þjóðar var kvikmyndastjarnan Greta Garbo?

7.  En Margaret Atwood, höfundur Sögu þernunnar?

8.  Hvað er algengasta frumefnið í alheiminum öllum?

9.  Sýslur eru nú aflagðar sem stjórnsýslueiningar. En hvaða sýslu tilheyrði Reykjavík?

10.  Hver er stærsti hluturinn í sólkerfinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vandræðalegur, sauðarlegur.

2.  Afríku.

3.  Sádi-Arabía.

4.  „... sem á brjóstum borið.“

5.  Vík. Kórrétt merking er klettavík, en hér duga víkur eða vogar almennt.

6.  Sænsk.

7.  Kanadísk.

8.  Vetni.

9.  Gullbringu- og Kjósarsýslu.

10.  Sólin.

***

Svör við aukaspurningum:

Svarið við fyrri spurningunni er Van Gogh.

Svarið við seinni spurningunni er líka Van Gogh.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Úps... laumupúkinn hér. Gullbringu- og Kjósarsýsla eru í raun 2 sýslur (rétt eins og Borgarfjarðar- og Mýrasýsla) og Reykjavík, vænti ég, væri þá í Kjósarsýslu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár