Hillbilly hitti Hildi Yeoman á litlu veitingahúsi niðri í bæ. Hildur kom röltandi úr búðinni sinni sem staðsett er á besta stað í miðbænum góða, á Laugavegi 7. Það er gaman að vera Hildur, hugsar Hillbilly. Þjónarnir og kokkurinn þekkja hana vel og hún eyðir dögunum með skemmtilegu fólki að búa til skemmtileg föt. Hillbilly finnst áhugavert að vita hvernig hugmyndir verða til og hvernig ferlið er hjá skapandi manneskju eins og Hildi.
Lífið sem fatahönnuður er aldrei eins á hverjum degi. Dagurinn byrjar á handahlaupum við að koma fjölskyldunni út úr húsi. Hildur drekkur ekki morgunkaffi, en hún drekkur espressó martini. Þó ekki á morgnana.
Gleðisprengja
Fyrsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu að panta mat og drykk. Síðan berst talið að búðinni þar sem Hildur er með stúdíó í kjallaranum þar sem öll fegurðin er sköpuð. Nýlega frumsýndi Hildur nýja línu, In Bloom, í Höfuðstöðinni í gömlu kartöflugeymslunum …
Athugasemdir