Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

768. spurningaþraut: Ættfræði oddvita VG og sitthvað fleira

768. spurningaþraut: Ættfræði oddvita VG og sitthvað fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fáni blaktir hér svo fagurlega?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er borgin Vladivostok?

2.  Náttúrulækningahælið svonefnda heitir nú Heilsustofnun. Hvar er sú heilsustofnun niðurkomin?

3.  Björn Þorfinnsson heitir maður, hann er ritstjóri vinsæls netmiðils. Hvaða netmiðill er það?

4.  Björn er auk starfa sinna við fjölmiðla alþjóðlegur meistari í ... hverju?

5.  Grammy-verðlaunin eru veitt fyrir ... hvað?

6.  Í hvaða sjónvarpsþáttaröð sagði frá Ewing-fjölskyldunni þar sem skúrkurinn JR lét mest að sér kveða?

7.  Hvað heitir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavík sem tilkynnti eftir kosningar á dögunum að VG sæktist ekki eftir því að komast í borgarstjórn?

8.  Móðir oddvitans er rithöfundur og þýðandi, sem vakti töluverða athygli fyrir um 40 árum fyrir skáldsögurnar Hægara pælt en kýlt, Göturæsiskandídatar og Sætir strákar, en hefur verið kunnust fyrir þýðingar nú seinni árin. Hún hefur þýtt gríðarmikið, jafnt bíómyndir og teiknimyndasögur sem skönliteratur, og þýddi til dæmis tvær bókanna um Hungurleikana. Hvað heitir hún?

9.  Áfram með ættfræðina: Bróðir þessa mikilvirka rithöfundar og þýðanda (og því móðirbróðir oddvita VG!) var yfirmaður einnar helstu og þekktustu menningarstofnunar Íslendinga árin 2015-2019. Hvað heitir hann?

10.  En hver er menningarstofnunin sem hann stýrði?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða bíómynd frá síðasta ári lék þetta unga fólk stór hlutverk?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rússlandi.

2.  Hveragerði.

3.  Dv.is.

4.  Skák.

5.  Tónlist.

6.  Dallas.

7.  Líf Magneudóttir.

8.  Magnea J. Matthíasdóttir.

9.  Ari Matthíasson.

10.  Þjóðleikhúsið.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Ástralíu.

Og unga fólkið lék í scifi myndinni Dune.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár