Fyrri aukaspurning:
Hvaða fáni blaktir hér svo fagurlega?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er borgin Vladivostok?
2. Náttúrulækningahælið svonefnda heitir nú Heilsustofnun. Hvar er sú heilsustofnun niðurkomin?
3. Björn Þorfinnsson heitir maður, hann er ritstjóri vinsæls netmiðils. Hvaða netmiðill er það?
4. Björn er auk starfa sinna við fjölmiðla alþjóðlegur meistari í ... hverju?
5. Grammy-verðlaunin eru veitt fyrir ... hvað?
6. Í hvaða sjónvarpsþáttaröð sagði frá Ewing-fjölskyldunni þar sem skúrkurinn JR lét mest að sér kveða?
7. Hvað heitir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavík sem tilkynnti eftir kosningar á dögunum að VG sæktist ekki eftir því að komast í borgarstjórn?
8. Móðir oddvitans er rithöfundur og þýðandi, sem vakti töluverða athygli fyrir um 40 árum fyrir skáldsögurnar Hægara pælt en kýlt, Göturæsiskandídatar og Sætir strákar, en hefur verið kunnust fyrir þýðingar nú seinni árin. Hún hefur þýtt gríðarmikið, jafnt bíómyndir og teiknimyndasögur sem skönliteratur, og þýddi til dæmis tvær bókanna um Hungurleikana. Hvað heitir hún?
9. Áfram með ættfræðina: Bróðir þessa mikilvirka rithöfundar og þýðanda (og því móðirbróðir oddvita VG!) var yfirmaður einnar helstu og þekktustu menningarstofnunar Íslendinga árin 2015-2019. Hvað heitir hann?
10. En hver er menningarstofnunin sem hann stýrði?
***
Seinni aukaspurning:
Í hvaða bíómynd frá síðasta ári lék þetta unga fólk stór hlutverk?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rússlandi.
2. Hveragerði.
3. Dv.is.
4. Skák.
5. Tónlist.
6. Dallas.
7. Líf Magneudóttir.
8. Magnea J. Matthíasdóttir.
9. Ari Matthíasson.
10. Þjóðleikhúsið.
***
Svör við aukaspurningum:
Fáninn er fáni Ástralíu.
Og unga fólkið lék í scifi myndinni Dune.
Athugasemdir