„Sársaukinn sem fylgir því að hafa gert sjálfri mér þetta er ólýsanlegur. Ég var svo ung þegar ég var í þessu, svo ung og tætt, og ég finn svo sárt til með barninu sem ég var.“ Þannig lýsir íslensk kona upplifun sinni af því að vera í vændi þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún er ein þeirra sex kvenna sem voru í vændi og féllust á að segja Brynhildi Björnsdóttur fjölmiðlakonu sögur sínar sem birtar eru í bókinni Venjulegar konur sem kom út í vikunni.
Brynhildur segist í samtali við Stundina hafa viljað ljá þeim konum rödd sem hafa verið í vændi og eru að fela fortíð sína. Hún segist hafa talað við fleiri en þessar sex konur en að nokkrar hafi …
Athugasemdir