Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tileinkuð þeim sem ekki lifðu af

Kona sem var í vændi um nokk­urra ára skeið seg­ir það lífs­hættu­legt. Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir fjöl­miðla­kona birti frá­sögn henn­ar og fimm annarra ís­lenskra kvenna sem voru í vændi í bók­inni Venju­leg­ar kon­ur. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna sýna að sex af hverj­um tíu sem hafa ver­ið í vændi hafa gert til­raun til að svipta sig lífi. Bók­in er til­eink­uð þeim sem ekki lifðu af.

Tileinkuð þeim sem ekki lifðu af
Vill upplýsa almenning Brynhildur Björnsdóttir, höfundur bókarinnar Venjulegar konur segir reynslusögur kvennanna mikilvægt innlegg í umræðu um vændi og vændiskaup. Mynd: Heiða Helgadóttir
„Við þurfum að hlusta“Höfundur bókarinnar segir reynslusögur kvennanna mikilvægt innlegg í umræðu um vændi og vændiskaup sem þurfa að heyrast. Og að við þurfum að hlusta.

„Sársaukinn sem fylgir því að hafa gert sjálfri mér þetta er ólýsanlegur. Ég var svo ung þegar ég var í þessu, svo ung og tætt, og ég finn svo sárt til með barninu sem ég var.“ Þannig lýsir íslensk kona upplifun sinni af því að vera í vændi þegar hún var fimmtán ára gömul. Hún er ein þeirra sex kvenna sem voru í vændi og féllust á að segja Brynhildi Björnsdóttur fjölmiðlakonu sögur sínar sem birtar eru í bókinni Venjulegar konur sem kom út í vikunni.  

Brynhildur segist í samtali við Stundina hafa viljað ljá þeim konum rödd sem hafa verið í vændi og eru að fela fortíð sína. Hún segist hafa talað við fleiri en þessar sex konur en að nokkrar hafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár