„Ég er núna komin á lokastig nýrnabilunar. Sem þýðir að nýrun starfa á 15% afköstum,“ segir Elísabet Jökulsdóttir skáldkona sem bíður þess nú að komast í lífsnauðsynlega líffæraígræðslu. Fjölmargir hafa boðist til að gefa henni nýra en enn sem komið er hefur hentugur gjafi ekki fundist.
Á meðan hefur ástand Elísabetar versnað og hún er því komin á biðlista eftir nýra í Svíþjóð. Bið sem reiknað er með að taki ekki meira en eitt og hálft ár.
Hún glímir við þrekleysi og margs konar lífsgæðaskerðingu. Segist aldrei komast upp með minna en 12 tíma svefn á sólarhring, svo dæmi sé tekið. Hún þarf líka að gæta sérstaklega að mataræði sínu. Salt er til að mynda illa séð, fyrir þá sem eru í stöðu eins og Elísabet. Og fleira.
Lyfjagjöf án eftirlits
Nýrun gegna lífsnauðsynlegu hlutverki í líkamanum, enda eru þau mikilvægasta ráð …
Athugasemdir (3)