Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Að deyja úr fordómum

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir er með nýrna­bil­un á loka­stigi eft­ir röð læknam­istaka. Rík­ið hef­ur þeg­ar við­ur­kennt mis­tök­in og ekki síð­ur þá stað­reynd að ein­kenni og beiðn­ir Elísa­bet­ar um að­stoð voru huns­að­ar ár­um sam­an. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir að í mál­inu krist­all­ist for­dóm­ar gegn geð­sjúk­um sem tals­mað­ur Geð­hjálp­ar seg­ir allt of al­genga.

Að deyja úr fordómum

„Ég er núna komin á lokastig nýrnabilunar. Sem þýðir að nýrun starfa á 15% afköstum,“ segir Elísabet Jökulsdóttir skáldkona sem bíður þess nú að komast í lífsnauðsynlega líffæraígræðslu. Fjölmargir hafa boðist til að gefa henni nýra en enn sem komið er hefur hentugur gjafi ekki fundist.

Á meðan hefur ástand Elísabetar versnað og hún er því komin á biðlista eftir nýra í Svíþjóð. Bið sem reiknað er með að taki ekki meira en eitt og hálft ár.

Hún glímir við þrekleysi og margs konar lífsgæðaskerðingu. Segist aldrei komast upp með minna en 12 tíma svefn á sólarhring, svo dæmi sé tekið. Hún þarf líka að gæta sérstaklega að mataræði sínu. Salt er til að mynda illa séð, fyrir þá sem eru í stöðu eins og Elísabet. Og fleira.

Lyfjagjöf án eftirlits

Nýrun gegna lífsnauðsynlegu hlutverki í líkamanum, enda eru þau mikilvægasta ráð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thor Einarsson skrifaði
    Ég er með nírnabilun kreatine hjá mér mæltist 204 og það sem læknir á bráðamóttöku sagði við mig nírun í þér eru eins og skítugan gólftuskur
    0
  • AR
    Auðbjörg Reynisdóttir skrifaði
    Og stóru spurningunni er ósvarað: Hvað hefur verið gert til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Ekki hvað á að gera heldur hvað hefur verið gert! Það er nokkuð sem við þurfum að fá að heyra og sérstaklega Elísabet.
    3
  • Matthildur Kristmannsdóttir skrifaði
    Ég var lögð inn á geðdeid þrátt fyrir að ég grenjandi sagði lækninum að veikindi mín hefðu ekkert með geðið að gera! Ég mátti ekki liggja í rúminu og sofa! Ég átti að blanda geði við fólkið í dagstofunni og matsalnum. Ég svaf í dagstofunni og fram á borðið í matsalnum. Einn daginn sat ég til borðs með konu að nafni Elísabet, hún talaði í símann og sagði þessa setningu: Þetta hefur ekkert með geðið að gera, ég þekki minn líkama það vel að nú er ég pottþétt á því að þetta er líkamlegt. Þegar símtalinu lauk sagði ég henni að ég vissi líka að mín veikindi væru ekki á geði, ég væri ekki sammála læknunum. Við ræddum þetta fram og til baka, hvorug okkar hafði fengið rannsóknir sem hefðu getað svo auðveldlega leitt í ljós hvað amaði að okkur. Ristilspeglun í mínu tilviki. Gott að ríkið viðurkenndi mistökin í hennar tilviki.
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár