Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.

Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Sigurvegari Einar Þorsteinsson er af mörgum talinn sigurvegari kosninganna; reif fylgi Framsóknar úr 3,2 í 17,5 prósent. Mynd: Framsókn

Viðreisn ætlar að fylgja Samfylkingu og Pírötum í meirihlutaviðræðum í borginni. Haldist það er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með Flokki fólksins og Viðreisn úr myndinni. Valmöguleikum Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem lýstur hefur verið sigurvegari kosninganna og sagður með pálmann í höndunum í fjölmiðlum hefur því fækkað. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, tilkynnti um samflot gömlu meirihlutaflokkanna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði áður tilkynnt að flokkurinn ætlaði sér ekki í meirihluta á ný í ljósi kosningaúrslitanna. Flokkurinn hlaut fjögurra prósenta fylgi, sem er rétt um hálfu prósentustigi minna en 2018.

Þórdís Lóa staðfestir yfirlýsingu Dags við Vísi þar sem hún segir„Við ræddum það ekki öðruvísi en að við byrjuðum bara þetta samtal. Við fengum þær fréttir í gær þannig að við bara fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman. Það eru ákveðin skilaboð út og svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Kress skrifaði
    Hver er að segja að það þurfi að vera meiri og minni hluti? Hvaðan í ósköpunum kemur sú hugmynd? Getur þetta fólk ekki bara farið að stjórna borginni, taka á verkefnum og vinna saman. Til þess var það kosið, ekki í þennan hanaslag.
    1
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    er ekki 8 =D og 4 =B,alls 12 og meirihluti ??
    -1
    • SJ
      Svala Jónsdóttir skrifaði
      Sjálfstæðisflokkurinn er bara með sex borgarfulltrúa, ekki átta.
      1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það má spyrja sig hvort útspil VG sé aðeins aðdragandi að því að taka upp sama samstarf í borginni og á þingi. Það vantar þó einn upp á að þessir flokkar myndi meirihluta. Flokkur fólksins gæti bætt þar úr.
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Er þá ekki eini möguleikinn í stöðunni Samfylking, Framsókn, Píratar og Viðreisn?
    Ekki er þó nauðsynlegt að hafa Viðreisn með en fyrri meirihluti hefur ákveðið að halda saman. VG vill þó ekki taka þátt.
    1
    • Thordis Arnadottir skrifaði
      Nei útaf með viðreisn og inn með sósíalista.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár