Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópulands má sjá hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða land vann Eurovision-keppnina á dögunum?

2.  Hvað hét hljómsveitin sem keppti fyrir hönd þessa lands?

3.  Hvað nefnist sú tónlistarstefna sem sögð er hafa ráðið ríkjum í stærstum hluta Evrópu svona um það bil 1600-1750?

4.  Einn glæsilegasti fulltrúi þeirrar tónlistarstefnu var lengi tónlistarstjóri og organisti við dómkirkjuna í Leipzig. Hann hét ... ?

5.  Árið 1963 fæddist í Leipzig tónlistarmaður af allt öðru tagi en kirkjuorganistinn. Hann heitir Till Lindemann og er söngvari í grjótharðri rokkhljómsveit. Hljómsveitin heitir ... hvað?

6.  Í hvaða landi er annars Leipzig?

7.  Árið 2017 var frumsýnd breska bíómyndin Mary Magdalene. Hún fékk aðeins miðlungi góða dóma og litla aðsókn þótt hún skartaði ýmsu hæfileikafólki. Meðal þess sem best þótti við myndina var tónlistin en hana sömdu tvö tónskáld, sem oft unnu saman á þeim árum, þótt síðan hafi samstarfi þeirra lokið — af skiljanlegum ástæðum. Hvað heita þessi tvö kvikmyndatónskáld?

8.  Í þessari mynd lék Joaquin Phoenix hlutverk Jesúa frá Nasaret. Aðeins ári síðar fékk hann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk hálfgerðs minnipokamanns sem ber heitir Arthur Fleck. Sá verður þó þegar líður á myndina kunnur undir öðru nafni og er þá farinn að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Hvað nefnist Fleck sem sé í myndinni?

9.  Í hvaða borg er Buckingham-höll?

10.  Gunnar á Hlíðarenda átti tvo syni, segir Njála. Nefnið að minnsta kosti annan.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hjón eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraína.

2.  Kalush.

3.  Barokk.

4.  Bach.

5.  Rammstein.

6.  Þýskalandi.

7.  Hildur Guðnadóttir og Jóhann Jóhannsson.

8.  Joker.

9.  London.

10.  Högni og Grani hétu þeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Útlínurnar eru útlínur Finnlands.

Hjónin eru Mao Zedong og Jiang Qing. Hún var oft kölluð „madam Mao“ og þess vegna dugar í þessu tilfelli að svara Mao hjónin, þótt hún hafi ekki borið nafn hans formlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár