Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópulands má sjá hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða land vann Eurovision-keppnina á dögunum?

2.  Hvað hét hljómsveitin sem keppti fyrir hönd þessa lands?

3.  Hvað nefnist sú tónlistarstefna sem sögð er hafa ráðið ríkjum í stærstum hluta Evrópu svona um það bil 1600-1750?

4.  Einn glæsilegasti fulltrúi þeirrar tónlistarstefnu var lengi tónlistarstjóri og organisti við dómkirkjuna í Leipzig. Hann hét ... ?

5.  Árið 1963 fæddist í Leipzig tónlistarmaður af allt öðru tagi en kirkjuorganistinn. Hann heitir Till Lindemann og er söngvari í grjótharðri rokkhljómsveit. Hljómsveitin heitir ... hvað?

6.  Í hvaða landi er annars Leipzig?

7.  Árið 2017 var frumsýnd breska bíómyndin Mary Magdalene. Hún fékk aðeins miðlungi góða dóma og litla aðsókn þótt hún skartaði ýmsu hæfileikafólki. Meðal þess sem best þótti við myndina var tónlistin en hana sömdu tvö tónskáld, sem oft unnu saman á þeim árum, þótt síðan hafi samstarfi þeirra lokið — af skiljanlegum ástæðum. Hvað heita þessi tvö kvikmyndatónskáld?

8.  Í þessari mynd lék Joaquin Phoenix hlutverk Jesúa frá Nasaret. Aðeins ári síðar fékk hann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk hálfgerðs minnipokamanns sem ber heitir Arthur Fleck. Sá verður þó þegar líður á myndina kunnur undir öðru nafni og er þá farinn að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Hvað nefnist Fleck sem sé í myndinni?

9.  Í hvaða borg er Buckingham-höll?

10.  Gunnar á Hlíðarenda átti tvo syni, segir Njála. Nefnið að minnsta kosti annan.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hjón eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraína.

2.  Kalush.

3.  Barokk.

4.  Bach.

5.  Rammstein.

6.  Þýskalandi.

7.  Hildur Guðnadóttir og Jóhann Jóhannsson.

8.  Joker.

9.  London.

10.  Högni og Grani hétu þeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Útlínurnar eru útlínur Finnlands.

Hjónin eru Mao Zedong og Jiang Qing. Hún var oft kölluð „madam Mao“ og þess vegna dugar í þessu tilfelli að svara Mao hjónin, þótt hún hafi ekki borið nafn hans formlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár