Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

763. spurningaþraut: Hér koma við sögu Jesúa frá Nasaret, María Magdalena og Till Lindemann

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða Evrópulands má sjá hér?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða land vann Eurovision-keppnina á dögunum?

2.  Hvað hét hljómsveitin sem keppti fyrir hönd þessa lands?

3.  Hvað nefnist sú tónlistarstefna sem sögð er hafa ráðið ríkjum í stærstum hluta Evrópu svona um það bil 1600-1750?

4.  Einn glæsilegasti fulltrúi þeirrar tónlistarstefnu var lengi tónlistarstjóri og organisti við dómkirkjuna í Leipzig. Hann hét ... ?

5.  Árið 1963 fæddist í Leipzig tónlistarmaður af allt öðru tagi en kirkjuorganistinn. Hann heitir Till Lindemann og er söngvari í grjótharðri rokkhljómsveit. Hljómsveitin heitir ... hvað?

6.  Í hvaða landi er annars Leipzig?

7.  Árið 2017 var frumsýnd breska bíómyndin Mary Magdalene. Hún fékk aðeins miðlungi góða dóma og litla aðsókn þótt hún skartaði ýmsu hæfileikafólki. Meðal þess sem best þótti við myndina var tónlistin en hana sömdu tvö tónskáld, sem oft unnu saman á þeim árum, þótt síðan hafi samstarfi þeirra lokið — af skiljanlegum ástæðum. Hvað heita þessi tvö kvikmyndatónskáld?

8.  Í þessari mynd lék Joaquin Phoenix hlutverk Jesúa frá Nasaret. Aðeins ári síðar fékk hann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk hálfgerðs minnipokamanns sem ber heitir Arthur Fleck. Sá verður þó þegar líður á myndina kunnur undir öðru nafni og er þá farinn að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Hvað nefnist Fleck sem sé í myndinni?

9.  Í hvaða borg er Buckingham-höll?

10.  Gunnar á Hlíðarenda átti tvo syni, segir Njála. Nefnið að minnsta kosti annan.

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hjón eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úkraína.

2.  Kalush.

3.  Barokk.

4.  Bach.

5.  Rammstein.

6.  Þýskalandi.

7.  Hildur Guðnadóttir og Jóhann Jóhannsson.

8.  Joker.

9.  London.

10.  Högni og Grani hétu þeir.

***

Svör við aukaspurningum:

Útlínurnar eru útlínur Finnlands.

Hjónin eru Mao Zedong og Jiang Qing. Hún var oft kölluð „madam Mao“ og þess vegna dugar í þessu tilfelli að svara Mao hjónin, þótt hún hafi ekki borið nafn hans formlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár