Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

762. spurningaþraut: Hér er spurt um 5 lönd í Afríku í aðeins 2 spurningum

762. spurningaþraut: Hér er spurt um 5 lönd í Afríku í aðeins 2 spurningum

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir stúlkan hér að ofan? Myndin er ekki ný af nálinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Þrjú ríki í Afríku heita í raun sama nafninu. Til að greina á milli þeirra er eitt þeirra kennt við höfuðborg sína, auk nafnsins sjálfs; annað ríki er kennt við staðsetningu sína á miðbaug, en það þriðja heitir þessu nafni einskæru. Og hvaða nafn er það?

2.  En svo eru tvö ríki í Afríku sem heita alveg sama nafninu, en greint er á milli þeirra með tilvísun til stjórnarfarsins — annað er kallað alþýðulýðveldi en hitt einfaldlega lýðveldi. Hvað heita þessi tvö ríki?

3.  Ýmsir hafa búið á Bessastöðum. Á árunum 1901-1908 bjó þar bóndi nokkur sem þó er kunnari sem stjórnmálamaður og ritstjóri áhrifamikils blaðs sem Þjóðviljinn kallaðist. Hvað hét bóndi?

4.  Kona bónda var líka kunn á sinni tíð og kannski ekki síst fyrir að endurvekja hið forna þuluform í íslenskum kveðskap. Hvað hét hún?

5.  Í einni kunnustu þulu hennar sagði: „Tunglið, tunglið, taktu mig / og berðu mig upp til skýja ...“ og hvernig var svo framhaldið?

6.  St.Péturborg í Rússlandi gekk undir öðru nafni á árunum 1914-1924. Hvaða nafn var það?

7.  Síðan fékk borgin þriðja nafnið 1924 og kallaðist svo til 1991. Á þeim tíma hét borgin ....?

8.  Í mars 1963 sendi hljómsveit ein frá sér lagið Please Please Me og öðlaðist lagið heilmiklar vinsældir. Hver var hljómsveitin?

9.  Plútó heitir hundur Mikka Mús. Hvernig er hálsbandið hans á litinn (að minnsta kosti lang, lang, langoftast)?

10.  Hvaða kaupstaður er í vesturátt frá Reykjavík?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin er úr leiksýningu frá 1963. Þarna sjást Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsdóttir í hlutverkum sínum. En hver var höfundur leikritsins?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gínea. Hinar tvær Gíneurnar í Afríku heita Gínea-Bissau og Miðbaugs-Gínea.

2.  Kongó.

3.  Skúli Thoroddsen.

4.  Theódóra Thoroddsen.

5.  „Hugurinn ber mig hálfa leið / í heimana nýja.“

6.  Petrograd.

7.  Leningrad.

8.  Bítlarnir.

9.  Grænt.

10.  Seltjarnarnes.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kamala Harris, nú varaforseti Bandaríkjanna.

Á neðri myndinni er sem sagt sena úr Hart í bak eftir Jökul Jakobsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár