Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Barist um borgina: Áherslur og átakalínur

Ell­efu fram­boð bjóða fram til borg­ar­stjórn­ar fyr­ir kosn­ing­arn­ar sem fram fara í dag, 14. maí. Stóru átakalín­urn­ar sem greina má í kosn­inga­áhersl­um flokk­anna eru einkum mis­mun­andi áhersl­ur í hús­næð­is­upp­bygg­ingu, þar sem deilt er um hvort þétta skuli byggð eða nema ný lönd, og í sam­göngu­mál­um þar sem ekki rík­ir sam­staða um hvort lögð verði áhersla á upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna eða upp­bygg­ingu sem þjóni einka­bíl­um. Í öðr­um mála­flokk­um ber al­mennt minna á milli.

Barist um borgina: Áherslur og átakalínur

Dagvistun og skólamál

Framsókn (B)

  • Biðlistum eftir leikskólaplássum verði eytt. Sveigjanleiki í opnunartíma leikskóla verði aukinn.
  • Dagforeldrakerfið verði eflt.
  • Skólar borgarinnar verði bættir og grunnstoðir þeirra tryggðar.

Viðreisn (C)

  • 5 ára börn fái gjaldfrjálsan leikskóla 6 tíma á dag.
  • Öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur.
  • Stærri vinnustaðir geti rekið leikskóla.
  • Grunnskólar verði gjaldfrjálsir óháð rekstrarformi.
  • Samþætta á skóla- og frístundastarf.

Sjálfstæðisflokkur (D)

  • Öll börn fái leikskólavist frá 12 mánaða aldri.
  • Stærri vinnustaðir geti rekið daggæslu eða leikskóla.
  • Vægi list-, verk- og tæknigreina verði aukið í skólastarfi.

Reykjavík, besta borgin (E)

  • Leikskólagjöld verði lækkuð.
  • Biðlistum á leikskóla verði eytt árið 2026.
  • Skólamáltíðir lækki um 50%

Flokkur fólksins (F)

  • Biðlistum eftir faglegri aðstoð frá Skólaþjónustu Reykjavíkur verði útrýmt.
  • Máltíðir í skólum verði gjaldfrjálsar fyrir þau börn sem þess þarfnast.

Sósíalistaflokkurinn (J)

  • Kjör og starfsaðsæður verði bætt fyrir börn, ungmenni og starfsfólk.
  • Leikskólar og grunnskólar verði gjaldfrjálsir að fullu, einnig fæði. …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár