Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borgarstjóraefni stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um komandi helgi mætast í kappræðum Stundarinnar sem fram miðvikudaginn 11. maí. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en það eru blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Margrét Marteinsdóttir stýra umræðunum. Nægur tími verður til að fara yfir helstu kosninganamálin því umræðurnar munu standa í 90-120 mínútur og verður kappræðunum streymt beint á vef Stundarinnar. 

Eftir kappræðurnar verður upptaka aðgengileg á vefnum auk þess sem blaðamenn Stundarinnar munu vinna fréttir upp úr kappræðunum með því markverðasta sem þar kemur fram. 

Stýra umræðumBlaðamennirnir Margrét Marteinsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson stýra umræðunum.

Lesendum Stundarinnar býðst að senda inn spurningar bæði áður en útsending hefst og á meðan kappræðunum stendur. Ritstjórn Stundarinnar velur úr spurningum sem berast og koma þeim til spyrla sem geta í kjölfarið gengið á eftir svörum frá oddvitunum. Hægt er að senda inn spurningar í gegnum netfangið kosningar@stundin.is. Flokkarnir verða spurðir út í helstu stefnumál sín og hvernig þau ætla að koma þeim til framkvæmdar. Ritstjórn Stundarinnar hefur undanfarnar vikur unnið að ítarlegum greiningum á stöðu helstu mála borgarinnar, svo sem fasteigna- og leigumarkaðnum og daggæslu- og leikskólamálum. 

Níu framboðum var boðið að taka þátt en það eru öll framboð sem mældust með meira en eitt prósent fylgi í einhverri skoðanakönnun sem birt hefur verið frá því að framboðsfrestur rann út. Þeir fulltrúar sem staðfest hafa komu sína í kappræðurnar eru: Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, Ómar Már Jónsson, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. 

Kappræðurnar eru hápunktur kosningaumfjöllunar Stundarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þar að auki Stundin hefur undanfarna daga gefið almenningi færi á að taka kosningapróf á vefnum þar sem tækifæri gefst til að bera sig saman við einstaka frambjóðendur og flokka. Allir oddvitarnir hafa svarað prófinu og munu spyrlar í kappræðunum fara yfir hvaða flokkar eiga málefnalega samleið og hverjir ekki. Þá liggur líka fyrir upplýsingar um hvað þeir kjósendur sem tekið hafa prófið telja að séu mikilvægustu málin fyrir komandi kosningar og hvernig afstaða kjósenda er til þeirra mála sem helst virðast áberandi í komandi kosningum. 

Kannanir sína talsverðar breytingar á fylgi flokka frá því í síðustu kosningum þó að flestar bendi til að meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar haldi meirihluta sínum. Allir flokkarnir í samstarfinu hafa lýst því yfir að það sé þeirra fyrsta val að halda samstarfinu áfram. Framsóknarflokkurinn, sem ekki fékk fulltrúa kjörinn í síðustu kosningum, mælist í stórsókn og með þrjá menn kjörna en flokkurinn hefur boðað tíma breytinga í borginni, komist hann til valda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk mest fylgi allra flokka í síðustu kosningum, mælist í sögulegri lægð og gefa kannanir til kynna sögulegt hrun flokksins í borginni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu