Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur flog­ið her­gögn­um til Úkraínu í á ann­an tug skipta und­an­farna mán­uði. Ráðu­neyt­ið vill ekki gefa upp hversu mörg flug­in eru, hver kostn­að­ur­inn sé eða hvað hafi ver­ið flutt. Ráðu­neyt­ið tel­ur ekk­ert óeðli­legt við að emb­ætt­is­mað­ur sé hlut­hafi í flug­fé­lag­inu sem oft­ast var sam­ið við. Sama fé­lag er sak­að um fé­lags­leg und­ir­boð og að brjóta kjara­samn­inga.

Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning

Tvö íslensk flugfélög hafa tekið að sér hergagnaflutning fyrir íslensk stjórnvöld frá því brugðist var við beiðni Úkraínumanna um aðstoð við varnir landsins í lok febrúar, flugfélögin Air Atlanta og Bláfugl, mun oftar síðarnefnda flugfélagið. Bláfugl, eða Bluebird Nordic, er rekið á íslensku flugrekstrarleyfi, en er í eigu litáísks stórfyrirtækis, Avia Solutions Group (ASG), sem skráð er á eynni Kýpur.

Utanríkisráðuneytið vill ekki svara því hversu oft hefur verið samið við Bláfugl um hergagnaflug. Þó hefur komið fram að vélar Bláfugls hafi séð um mikinn meirihluta þeirra þrettán ferða sem farnar höfðu verið í byrjun apríl, þegar Kjarninn fjallað um málið. Ráðuneytið vill ekki svara því hversu mörg flug hafa bæst við á þeim mánuði sem liðinn er.

Stjórnvöld fást heldur ekki til að gefa upplýsingar um hvers kyns hergögn voru flutt í þessu flugi, enda sé um að ræða málefni sem falli utan gildissviðs upplýsingalaga þar sem  það varði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    VIÐ eigum þetta ,VIÐ megum þetta.
    2
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Gamla góða spillta Ísland 😁
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár