„Við eignuðumst barn á kolröngum tíma ársins en það að ég sé að segja það upphátt yfir höfuð er fáránlegt,“ segir Hólmfríður Rut Einarsdóttir sem eignaðist barn í desember. Þegar hún og sambýlismaður hennar, Daði Petersson, voru að klára fæðingarorlofið stóðu þau frammi fyrir algjöru ráðaleysi um dagvistun fyrir son sinn. Nær engin pláss hjá dagforeldrum laus og margra mánaða bið þar til leikskólaplássum yrði næst úthlutað.
„Raunverulegt val okkar var að setja barnið okkar sjö mánaða í dagvistun eða eins og hálfs árs, rúmlega. Við fengum tilboð um pláss en þá hefði hann þurft að fara þangað sjö mánaða, sem við vorum ekki tilbúin til að gera, og þá var okkur boðið að borga til að halda plássinu. Við vorum ekki til í það, að borga fjóra mánuði sem við vorum ekki að nýta. Það var raunverulega bara valmöguleikinn sem við höfðum og við skiljum það alveg út frá …
Athugasemdir