Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

740. spurningaþraut: Miðjarðarhafið, lönd og lýðir

740. spurningaþraut: Miðjarðarhafið, lönd og lýðir

Þraut dagsins er þemaþraut og snýst um Miðjarðarhafið.

Fyrri aukaspurning:

Hvar er þessi mynd tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu mörg Afríkuríki liggja að Miðjarðarhafinu?

2.  Þegar regla hinna svokölluðu spítalariddara hraktist frá Palestínu eftir krossfarartímann fékk reglan aðsetur á stórri grískri eyju og réði þar því sem hún vildi ráða í 200 ár. Hvaða eyja var það?

3.  Þá hraktist reglan burt en fékk þá bækistöð á annarri eyju, ívið smærri, og hélt þar til í nokkrar aldir. Reglan er svo tengd þessari eyju að hún er oft kennd við eyjuna þótt saga reglunnar sé sem sagt lengri en sem nemur búsetu hennar þar. Hvaða eyja er þetta?

4.  Hvað er stærsta sjálfstæða ríkið sem liggur að Miðjarðarhafinu? (Svartahaf er hér vitaskuld ekki talið með Miðjarðarhafi.)

5.  En hvað er það smæsta?

6.  Balera-eyjar eru í Miðjarðarhafinu. Hvað heyrir hin stærsta þeirra eyja?

7.  Hver er umsvifamesta hafnarborgin við Miðjarðarhaf? Ég ráðlegg ykkur að íhuga þetta vandlega.

8.  Borgin Sýrakúsa var einu sinni ein öflugasta borgin við Miðjarðarhaf. Hvaða ríki tilheyrir Sýrakúsa nú?

9.  Hvað nefnist hafsvæðið milli Ítalíuskaga og Balkansaga?

10.  Rómverjar glímdu hart við mikla siglingaþjóð um yfirráð yfir vestanverðu Miðjarðarhafi á árunum 264-146 fyrir Krist. Hvað nefndist sú þjóð?

Og sérstök aukaspurning sem gefur ólífustig:

Fimm stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi eru í stafrófsröð: Korsíka, Krít, Kýpur, Sardinía, Sikiley. Raðið þeim upp í stærðarröð, þá stærstu fyrst. Hafa verður allt rétt til að fá stig!

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða gamalgrónu hafnarborg við Miðjarðarhafið má sjá hér úr mikilli hæð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fimm (Marokkó, Alsír, Túnis, Líbía og Egiftaland).

2.  Ródos.

3.  Malta.

4.  Alsír.

5.  Mónakó.

6.  Mallorcka.

7.  Valencia á Spáni.

8.  Ítalíu.

9.  Adríahaf.

10. Karþagó-menn, Púnverjar.

Og hið sérstaka ólíustig fæst fyrir þessa röð:

Sikiley, Sardinía, Kýpur, Korsíka, Krít.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Gibraltar-skagi.

Á neðri mynd er Alexandría í Egiftalandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár