Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

738. spurningaþraut: Af hverju er verið að spyrja um þessa jurt?

738. spurningaþraut: Af hverju er verið að spyrja um þessa jurt?

Fyrri aukaspurning:

Hvers vegna er þessi tegund af svona eyðimerkurjurt kunnari en aðrar svipaðar?

***

Aðalspurningar:

1.  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri eru fimm fjölmennustu þéttbýlisstaðir á Íslandi. Hver er í sjötta sæti?

2.  Hvar fæddist Napóleon Bónaparte?

3.  Hebreska og arabíska (og fleiri mál) eiga það sameiginlegt að vera af tiltekinni tungumálarót. Hvað nefnast þessi mál?

4.  Í Evrópusambandinu er aðeins eitt tungumál af þessari tegund í hópi opinberra mála sambandsins. Hvaða tungumál er það?

5.  Hvað er átt við með orðinu fjallabrúða?

6.  Ásmundur Friðriksson er á þingi fyrir ... hvaða flokk?

7.  Ásmundur var einu sinni bæjarstjóri. Í hvaða sveitarfélagi?

8.  Hvar í mannslíkamanum er að finna fyrirbrigði sem heitir á fræðimálum „medulla oblongata“? Og þau sem vita hvað fyrirbrigðið heitir á íslensku fá lárviðarstig!

9.  Ariana Grande, hvað fæst hún við í lífinu?

10.  Hversu margar tegundir af fílum þekkjast nú á Jörðinni?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða kirkjustaður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Garðabær.

2.  Á Korsíku.

3.  Semitísk.

4.  Maltneska.

5.  Það er jurt sem vex fyrir norðan.

6.  Sjálfstæðisflokkinn.

7.  Garði.

8.  Í heilanum. Þetta heitir mænukylfa á íslensku.

9.  Hún er söngkona.

10.  Þrjár. Fílar í Afríku skiptast í tvær tegundir, gresjufíl og skógarfíl. Svo er Asíufíllinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri:

Hinn rótsterki drykkur tekíla er unninn úr þessari tegund af eyðimerkurlilju.

Sú seinni:

Kirkjustaðurinn heitir Hólar og er í Hjaltadal.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár