Fyrri aukaspurning:
Hvers vegna er þessi tegund af svona eyðimerkurjurt kunnari en aðrar svipaðar?
***
Aðalspurningar:
1. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri eru fimm fjölmennustu þéttbýlisstaðir á Íslandi. Hver er í sjötta sæti?
2. Hvar fæddist Napóleon Bónaparte?
3. Hebreska og arabíska (og fleiri mál) eiga það sameiginlegt að vera af tiltekinni tungumálarót. Hvað nefnast þessi mál?
4. Í Evrópusambandinu er aðeins eitt tungumál af þessari tegund í hópi opinberra mála sambandsins. Hvaða tungumál er það?
5. Hvað er átt við með orðinu fjallabrúða?
6. Ásmundur Friðriksson er á þingi fyrir ... hvaða flokk?
7. Ásmundur var einu sinni bæjarstjóri. Í hvaða sveitarfélagi?
8. Hvar í mannslíkamanum er að finna fyrirbrigði sem heitir á fræðimálum „medulla oblongata“? Og þau sem vita hvað fyrirbrigðið heitir á íslensku fá lárviðarstig!
9. Ariana Grande, hvað fæst hún við í lífinu?
10. Hversu margar tegundir af fílum þekkjast nú á Jörðinni?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða kirkjustaður er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Garðabær.
2. Á Korsíku.
3. Semitísk.
4. Maltneska.
5. Það er jurt sem vex fyrir norðan.
6. Sjálfstæðisflokkinn.
7. Garði.
8. Í heilanum. Þetta heitir mænukylfa á íslensku.
9. Hún er söngkona.
10. Þrjár. Fílar í Afríku skiptast í tvær tegundir, gresjufíl og skógarfíl. Svo er Asíufíllinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Sú fyrri:
Hinn rótsterki drykkur tekíla er unninn úr þessari tegund af eyðimerkurlilju.
Sú seinni:
Kirkjustaðurinn heitir Hólar og er í Hjaltadal.
Athugasemdir