Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dómsmálaráðherra í þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Skutluðu okkur í leiðinni“

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að hann hafi not­að tæki­fær­ið, tek­ið þátt í æf­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Breiða­firði og feng­ið í leið­inni far með þyrlu gæsl­unn­ar frá Bíldu­dal yf­ir á Stykk­is­hólm. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur gagn­rýnt að ráð­herr­ar nýti loft­för í eigu eða leigu stofn­ana rík­is­s­ins.

Dómsmálaráðherra í þyrlu Landhelgisgæslunnar: „Skutluðu okkur í leiðinni“
Fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal til Stykkishólms, og tók um leið þátt í æfingu með gæslunni. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, var harðlega gagnrýnd fyrir að fá far með gæslunni á fund. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Já, ég notaði tækifærið og tók þátt í æfingu sem þeir voru að fara í og þeir skutluðu okkur í leiðinni hér yfir í Breiðafjörð,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra aðspurður að því hvort hann hafi þegið far með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag. 

Jón segir að hann hafi verið að heimsækja embætti dómsmálaráðuneytisins á Vestfjörðum og hafi ætlað að gera slíkt hið sama á Snæfellsnesi. „Þeir voru hérna á svæðinu og hentu okkur yfir í leiðinni,“ segir hann. Þá segist hann hafa tekið þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar áður en þyrlunni var á endanum lent í Stykkishólmi.

Í byrjun árs gagnrýndi Ríkisendurskoðun að ráðherrar og aðrir ráðamenn hefðu flogið með loftförum Landhelgisgæslunnar. Sérstaka gagnrýni fékk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fyrir að hafa fengið far með gæslunni úr hestaferð með fjölskyldunni á fund í Reykjavík. „Tæki stofnunarinnar eru öryggisbúnaður sem keyptur er eða leigður sem tæki til löggæslu og björgunarstarfa til hagsbóta fyrir almenning en ekki til einkaerinda,“ segir í skýrslunni.

„Þeir skutluðu okkur í leiðinni hérna yfir í Breiðafjörð“

Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Ríkisendurskoðunnar í tengslum við úttektina segir að þar þyki „eðlilegt“ að nota loftför og skip stofnunarinnar við framkvæmd embættiserinda dómsmálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður gæslunnar. Ríkisendurskoðun var ósammála þeirri túlkun ráðuneytisins og sagði hana „umdeilanlega“ og að hún fengi tæpast staðist. „Ef þyrlur þurfa að bregðast við útköllum á meðan æfingum eða eftirlitsferðum stendur og farþegi eða farþegar eru um borð er nauðsynlegt að lenda þyrlunni á hentugum stað til að hleypa þeim frá borði. Það hefur því óhjákvæmilega neikvæð áhrif á hversu fljót þyrlan er á vettvang,“ segir í skýrslunni.

Jón segir hins vegar að hann hafi farið eftir „þeim reglum sem Ríkisendurskoðun setur um þessi mál.“ Ekkert óeðlilegt sé við að hann hafi þegið far með gæslunni: „Ég er bara hér í embættiserindum og það vill svo til að þeir eru hér á svæðinu, meðal annars á æfingu. Ég er að kynna mér starfsemi þyrlusveitar gæslunnar og tek þátt í æfingu með þeim hér. Það er bara ekkert óeðlilegt við þetta.“

Við vinnslu úttektarinnar bað Ríkisendurskoðun dómsmálaráðuneytið að leggja drög að verkreglum varðandi það far fyrir ráðherra. Reglur ráðuneytisins gera dómsmálaráðherra kleift að fá far þegar hann er að sinna embættisstörfum í krafti stöðu sinnar sem æðsti yfirmaður Landhelgisgæslunnar.

Ríkisendurskoðun áréttaði að varhugavert væri að túlka ákvæði laga um ábyrgð og yfirstjórn ráðherra yfir tilteknum stofnunum á þann veg að ráðherra hefði heimild til að „nýta eða ráðstafa mannauði, eignum og öðru lausafé stofnunarinnar í þágu embættisins síns frá degi til dags“. Ríkisendurskoðun lagði til að settar yrðu viðmiðunarreglur um afnot æðstu stjórnar ríkisins af loftförum í eigu eða leigu stofnana ríkisins og yrði afnot einkum látin taka til „flutninga vegna óvæntra atburða eða formlegra athafna á vegum æðstu stjórnar ríkisins en öll einkanot verði óheimil“.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að það sé ekkert nema eðlilegt að dómsmálaráðherra kynni sér starfsemi stofnunarinnar og að fyrrnefnd gagnrýni Ríkisendurskoðunar eigi þar af leiðandi ekki við í þessu tilfelli. Ólíkt ráðherranum segir hann að eftirlitsferðin og æfingin hafi hafist um leið og ráðherrann gekk um borð í þyrluna í Bíldudal og staðið þar til að henni var lent í Stykkishólmi. Ákveðið hefði verið í lok síðustu viku að ráðherrann myndi fylgjast með æfingu.

Ráðherran gaf ekki færi á því að svara því sjálfur hvenær hann ákvað að taka þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar og fá í leiðinni far með þyrlunni yfir í Breiðafjörðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Þrefalt Djé.
    Dómgreindarleysi í Dómsmálaráðuneytinu og allt í boði X-D
    2
  • Vigfús Ásbjörnsson skrifaði
    Þetta er gert til að draga umræðuna frá Íslandbankaþjófnaðnum.
    1
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Glæsilegt......
    0
  • Einar Már Gunnarsson skrifaði
    Ráðherrarnir halda áfram að skíta uppá bak og reyna jaframt að skíta yfir Banka ruglið hjá BB.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
2
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu