Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

725. spurningaþraut: Hvernig er stúlkan mín?

725. spurningaþraut: Hvernig er stúlkan mín?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða karl má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Málfræðingur einn hefur verið áberandi í umræðum um íslenska tungu á síðustu árum, nú síðast þegar hann lýsti því yfir að ástæðulaust væri að leiðrétta fólk sem segir „mér langar“. Hvað heitir hann?

2.  Stúlka fædd 1996 var mjög efnileg fótboltakona í liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hún náði hins vegar aðeins að spila 7 meistaraflokksleiki á árunum 2011-2014 áður en meiðsli bundu endi á feril hennar á því sviði. Um daginn gerðist hún hins vegar aðalstyrktaraðili meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu og munu fótboltakonurnar leika með nafn hennar á treyjum sínum. Hver er þetta?

3.  Hvar er hæsta eldfjall sem vitað er um, Olympus Mons?

4.  Hvað er beitukóngur?

5.  Á hverjum lengist nefið þegar hann lýgur?

6.  Hvernig er „stúlkunni minni“ lýst í kvæðinu Ég bið að heilsa?

7.  Hver orti það kvæði?

8.  Í hvaða heimsálfu eru upprunaleg heimkynni strúta?

9.  Við efri enda Skólavörðustígs í Reykjavík er stytta af karlmanni einum. Hver er hann?

10.  E=mc— hver fann upp á þessu?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá bæ einn á Íslandi — eins og hann leit út fyrir allnokkrum áratugum. Hvaða bær er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eiríkur Rögnvaldsson.

2.  GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð.

3.  Á Mars.

4.  Kuðungur, skeldýr.

5.  Gosa.

6.  Hún er „engill með húfu og rauðan skúf, í peysu“.

7.  Jónas Hallgrímsson.

8.  Afríku.

9.  Leifur Eiríksson.

10.  Einstein.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Tȟatȟáŋka Íyotake, eða Sitting Bull eins og hann er nefndur á ensku.

Á neðri myndinni er Hveragerði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár