Við vitum þetta. Stjórnmálamennirnir vita þetta líka enda samþykktu alþingismenn einum rómi með 63 atkvæðum gegn engu svofellda ályktun 2010:
„Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur.“
Stjórnmálamennirnir hafa þó á heildina litið lítið sem ekkert gert að gagni til að bæta stjórnmálamenninguna frá hruni. Þvert á móti hafa þeir haldið áfram að bæta gráu ofan á svart eins og síendurtekin eldgos hneykslismála vitna um, nú síðast salan á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka til nokkurra dæmdra dólga úr hópi náinna einkavina valdsins. Þessi gerningur markar upphaf meðvitaðrar endurglæpavæðingar bankakerfisins fyrir opnum tjöldum. Spillingin æðir áfram og hrindir Íslandi æ neðar eftir listum sem lýsa erlendum samanburðarmælingum á lýðræðisbrestum, spillingu og vantrausti. Við bætast kosningalagabrot sem eru nú til meðferðar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu ásamt áleitnum grunsemdum um kosningasvik.
Spillingin æðir áfram í allra augsýn eins og stjórnmálamennina og …
Athugasemdir (4)