Er þriðja heimsstyrjöldin hafin? Stríðið í Úkraínu er farið að líta út eins og stríð milli Rússlands og Bandaríkjanna, tveggja kjarnorkuvelda. Úkraínumenn berjast við Rússa og Bandaríkin senda Úkraínu vopn. Önnur tímasprengja sem tifar eru hugsanleg átök Bandaríkjanna og Kína í Asíu, til dæmis vegna Taívan eða yfirráða yfir Suður-Kínahafi. Kína og Rússland hafa myndað bandalag gegn Vesturlöndum. Þetta er hættuleg staða og stríðið í Úkraínu getur breiðst út. Evrópa vígvæðist. Bandaríkin selja vopn. Samband Kína og Rússlands styrkist.
Eitt af því sem hefur vakið athygli mína eru hatrammar umræður hér á landi um stríðið í Úkraínu þar sem aðeins ein skoðun er leyfð. Fordæming á Rússlandi, oft án þess að skýr greinarmunur sé gerður á rússneskum almenningi og rússneskum stjórnvöldum. Auk þess virðist bannað að skoða málefni Úkraínu út frá öðrum sjónarmiðum en þrengstu hagsmunum Vesturlanda (NATO, ESB og Bandaríkjanna). Fyrrum forseti Íslands verður fyrir aðkasti í fjölmiðlum fyrir …
Mér finnst það nokkuð augljóst að það sé til þess að réttlæta hernaðar íhlutun NATO ríkjanna með tilvitnun í Article 51
En hann hefur um langt skeið haldið því fram að Úkraína væri ekki raunverulegt land, bara hluti af Rússlandi. Því er lang eðlilegast að gera ráð fyrir að innrásin stafi af löngun hans til að hernema landið og innlima það (eða a.m.k. hluta af því) í Rússland.
"Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá", ruddalegt ofbeldi hefur fylgt honum frá því hann tók völdin. Hann lagði Tséténu og Aleppo í rúst og lét herinn ráðast inn í Breslan skólann með þeim afleiðingum hundruðir barna dóu. Hann dylur ekki að hann telji sig hafa rétt til að ráða mestu eða öllu í nágrannalöndum sínum. Fylgstu með ummælum hans.
Klaufaleg og jafnvel hrokafull hegðun Vesturlanda gagnvart Rússland hefur gert illt verra en Pútín ber nánast alla ábyrgð á stríðinu í Úkrainu.
Putin bar enga ábyrgð á mjög skrítinni lagasetningu þings Ukrainu sem Petro Poroshenko staðfesti um meðferð Rússnesku innan úkraínu. Sem olli úlfúð innan rússneskumælandi héraða í Úkraínu. Og olli því að þau fóru fram á sjálfræði til að meðal annars komast framhjá þessari lagasetningu.
Erjur milli Úkraínuhers og sjálfstjórnahéraða höfðu ekkert að ger með Putin.
Þau voru í raun borgarastríð en Rússland taldi sig að einhverju leiti skuldbundin til að verja Rússneskumælandi héröð sem Rússneska þingið viðurkenndi á endanum til þess að hafa hernaðarlega sjálfsvarnar réttlætingu í Articl 51.
Loftárásir í aðdraganda innrás Rússa jukust og herafli Úkraínu jókst mjög marktækt við landamæri sjálræðishéraða.
Þetta gaf á endanum Putin nægilega gilda afsökun eða ástæðu til að hefja svokallaða hernaðaraðgerð.
Hvort að ég telji hana nægilega til réttlætingar er algjörlega málinu óviðkomandi.