Fyrri aukaspurningin:
Hver er konan sem þarna reykir?
***
Aðalspurningar:
1. Íslenskur tónlistarmaður hefur í mörg ár verið að reyna að sækja rétt sinn gegn útlenskum músíkant sem þeim íslenska finnst að hafi stolið lagi frá sér og gefið út undir sínu nafni. Hvað heitir íslenski tónlistarmaðurinn?
2. En hvað heitir lagið sem hann telur — auðheyrilega með miklum rétti — að hafi verið stolið frá sér?
3. Á þessum degi árið 1964 fékk svartur leikari í fyrsta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmynd. Hvað hét hann?
4. Hver skrifaði leikritið Beðið eftir Godot? — en í dag er einmitt afmælisdagur þess ágæta manns.
5. Hver er fjölmennasta borgin í Bayern, einu fylkja Þýskalands?
6. Fyrir hvað er Rosa Parks fræg?
7. Hver var síðastur eða síðust af ætt Ptólemæja frá Makedóníu til að ríkja yfir sjálfstæðu ríki?
8. Í hvaða landi er borgin Tijuana?
9. Hversu margar Michelin-stjörnur geta veitingahús fengið?
10. Þann 13. apríl 1204 lögðu krossfarar hinnar svonefndu 4. krossferðar undir sig borg eina og héldu henni síðan í nokkra áratugi. Með tilliti til þess að yfirlýst markmið krossfara var að verja kristna menn í Landinu helga fyrir múslimum, þá þótti þetta uppátæki þeirra 1204 bæði undarlegt og misráðið, en þeir kipptu með þessu stoðunum undan veldi borgarinnar. Hvaða borg var þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi karl á afmæli í dag. Hvað heitir hann?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Jóhann Helgason.
2. Söknuður.
3. Poitier.
4. Beckett.
5. München.
6. Að standa ekki upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni en sjálf var hún svört.
7. Kleópatra.
8. Mexíkó.
9. Þrjár.
10. Mikligarður, Konstantínópel.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Sigourney Weaver kvikmyndastjarna.
Á neðri myndinni er skákmeistarinn Kasparov.
Athugasemdir (1)