Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

716. spurningaþraut: Hvaða eyjaklasi geymir Honshu?

716. spurningaþraut: Hvaða eyjaklasi geymir Honshu?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá þá konu fædda í Kyív sem náð hefur mestum veraldlegum frama í sögunni. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað fékkst Cary Grant við í lífinu?

2.  En hinn svonefndi Lucky Luciano?

3.  Honshu heitir stærsta eyjan í miklum eyjaklasa hér í heimi. Hvaða ríki nær yfir eyjaklasa þann?

4.  Þórunn Jarla Valdimarsdóttir gaf á síðasta ári út frásögn um þá atburði sem leiddu til síðustu aftöku á Íslandi. Þá höfðu tveir menn verið myrtir. Annar þeirra var hálfgerður stórbokki, átti pening og stundaði lækningar. Hvað hét hann? — Og þið megið fá ykkur lárviðarstig ef þið munið nafnið á hinum sem líka var drepinn.

5.  Ákveðið fyrirbæri hefur gengið undir ýmsum nöfnum gegnum tíðina. Í Toskana fyrr á tíð var það kennt við engla, en sumir arabískir hópar kenna það hins vegar við snáka. Síðustu áratugi hefur það á Vesturlöndum verið kennt við trúboða. Hvaða fyrirbæri er þetta?

6.  Talandi um trúboða, hver stofnaði hreyfingu Jesúíta sem mjög hafa stundað trúboð öldum saman?

7.  Hver var borgarstjóri í Reykjavík aldamótaárið 2000?

8.  Hver er nú forseti Frakklands?

9.  Lana del Rey heitir kona ein. Upphaflega hét hún þó Elizabeth Woolridge Grant. Hvað ætli hún fáist við í lífinu?

10.  Þegar Sovétríkin hrundu urðu til mörg ný ríki. Þar af fimm í Mið-Asíu. Hvað heita þau? Þið þurfið að hafa fjögur rétt til að fá stig.

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan sem hér hefur fengið fálkaorðu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kvikmyndaleikari.

2.  Mafíuforingi, glæpamaður.

3.  Japan.

4.  Natan Ketilsson hét sá frægari, en sá sem tryggir ykkur lárviðarstigið hét Pétur Jónsson. Pétur dugar, enda var föðurnafn hans sjaldan notað.

5.  Kynlífsstelling.

6.  Ingatius Loyola.

7.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

8.  Macron.

9.  Hún er söngkona.

10.  Kasakstan — Úsbekistan — Turkmenistan — Tajikistan — Kyrgyzstan.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Golda Meir forsætisráðherra Ísraels.

Á neðri myndinni er Gerður Kristný.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár