Haustið 1853 braust Krímstríðið út. Það snerist upphaflega alls ekki um Krímskagann – sem Rússar höfðu tekið frá Krím-Tötörum og innlimað 1783 – heldur um samkeppni Rússa og Tyrkja við Svartahaf. Rússar hófu stríðið með því að ráðast inn í Bessarabíu (Moldovu) og Wallachíu (suðurhluta Rúmeníu) sem Tyrkir höfðu ráðið um aldir. Þeir héldu svo sókn sinni áfram og stefndu suður til Konstantínópel, höfuðborg Tyrkjaveldis. Jafnframt rústaði rússneski flotinn hinum tyrkneska svo fátt virtist geta stöðvað Rússa.
Krímskaginn hertekinn
Það féll Bretum og Frökkum illa. Hinir fornu fjendur voru nú óðum að verða nánir bandamenn í sókn sinni eftir nýlendum úti í hinum stóra heimi og vildu síður að í bakgarði þeirra heima í Evrópu risi á meðan of öflugt stórveldi. Því ákváðu báðar þjóðir að styðja Tyrki í næsta örvæntingarfullri vörn þeirra gegn vaxandi veldi Rússa.
Sameinaður floti Breta og Frakka var sendur inn á Svartahaf í byrjun árs …
Athugasemdir