Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sigurður Ingi biðst afsökunar á rasískum ummælum

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra ját­ar að hafa lát­ið „óvið­ur­kvæmi­leg orð falla í garð fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna“. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar mun Sig­urð­ur Ingi hafa spurt hvort taka ætti mynd af hon­um „með þeirri svörtu,“ og átti þar við Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra.

Sigurður Ingi biðst afsökunar á rasískum ummælum
Játar á sig ummælin Sigurður Ingi biðst í færslu á Facebook afsökunar á að hafa látið óviðurkvæmileg ummæli falla um Vigdísi Häsler.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur játað að hafa látið óviðurkvæmileg orð falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, í kvöldverðarboði Framsóknar síðastliðið fimmtudagskvöld, 31. mars. Samkvæmt heimildum Stundarinnar spurði Sigurður Ingi hvort taka ætti mynd af honum „með þeirri svörtu“. Sigurður Ingi biðst asökunar á orðum sínum í færslu á Facebook.

„Lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar“
Sigurður Ingi Jóhannsson
um rasísk ummæli sín í garð Vigdísar Häsler

„Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ skrifar Sigurður Ingi.

Aðstoðarmaður Sigurðar Inga sagði ósatt 

Sagði ósattIngveldur greindi ekki rétt frá í samtali við DV í gær.

Yfirlýsing Sigurðar Ingi gengur þvert á það sem aðstoðarkona hans, Ingveldur Sæmundsdóttir, lét hafa eftir sér í DV í gær, sunnudaginn 3. apríl. Þar sagði Ingveldur að það væri af og frá að Sigurður Ingi hefði viðhaft rasísk ummæli í garð Vigdísar í umræddu boði. „Þetta er algjört bull,“ hafði DV eftir Ingveldi.

Vigdís greindi frá því í færslu á Facebook síðu sinni í hádeginu Ingveldur segði ósatt í þessum efnum. „Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð.“

Sagði Vigdís að ummæli Sigurðar Inga hefðu verið afar særandi, án þess að greina frá því hver þau hefðu verið. Hún skrifaði hins vegar: „Ég hef aldrei látið húðlit, kynþátt, kynferði eða annað skilgreina mig. [...]Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráðherrann viðhafði í minn garð. Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins. Þeir smætta verk einstaklinga og gjörðir niður í lit eða kyn.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Rasistar eiga ekki heima í ríkisstjórn Íslands !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár