Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

712. spurningaþraut: Af hverju leggjast fyrrverandi og núverandi stórveldi gegn hjónabandi?

712. spurningaþraut: Af hverju leggjast fyrrverandi og núverandi stórveldi gegn hjónabandi?

Fyrri aukaspurning:

Hverju er lýst hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Sjallinn?

2.  Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar hefur staðið í ströngu síðan hann sagði af sér í vetrarbyrjun. Hvað heitir sá umdeildi karl?

3.  Fyrir tveim vikum gekk Stella Moris í hjónaband með unnusta sínum. Það gekk nú aldeilis ekki átakalaust fyrir sig því bæði eitt núverandi og annað fyrrverandi stórveldi hafa bæði lagt sig öll fram um að leggja stein í götu Moris og unnusta hennar, en þó náðu þau að lokum að gifta sig. Hins vegar er ljóst að það mun líða á löngu þangað til þau geta lifað einhverju í líkingu við eðlilegt hjónalíf. Þau hafa þó sér til huggunar öfluga sveit stuðningsmanna sem berst fyrir málstað þeirra. Hvað heitir hinn nýi eiginmaður Stellu Moris?

4.  Í einni af skáldsögum Halldórs Laxness kemur fyrir kona sem er mjög gefin fyrir að baka stórar miklar tertur, löðrandi í sykri og rjóma og þess háttar. Hvað er konan kölluð?

5.  Í hvaða landi berst uppreisnarhreyfing Houtha gegn ríkisstjórninni og bandamönnum hennar?

6.  Sonja heitir kona nokkur, sem varð drottning í landi einu árið 1991. Hvaða land skyldi það vera?

7.  Þegar jarðskjálftahrina og síðan eldgos gengu yfir Reykjanes í fyrra leituðu fréttamenn mjög ráða hjá skeleggum jarðskjálftafræðingi sem hafði reyndar verið um skamma hríð í vinsælli rokkhljómsveit á sínum tíma. Hvað heitir þessi jarðskjálftafræðingur fullu nafni?

8.  Árið 1883 hóf hin svokallaða Austurlandahraðlest göngu sína. Hvaða borg í Vestur-Evrópu var upphafsstöð þessarar lestarlínu?

9.  En í hvaða borg í austurvegi lauk lestin yfirleitt ferð sinni?

10.  Hvað á fólk langoftast við þegar talað er um Roquefort?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir káti karlinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Akureyri.

2.  Viðar Þorsteinsson.

3.  Julian Assange.

4.  Hnallþóra.

5.  Jemen.

6.  Noregur.

7.  Kristín Jónsdóttir.

8.  London.

9.  Konstantínópel (eða Istanbúl). Um skamma hríð lauk hún ferð sinni í Aþenu svo ég gef líka rétt fyrir ef einhver veit það.

10.  Ost.

***

Svör við aukaspurningum:

Á Bayeux-reflinum er lýst orrustunni við Hastings þegar Normannar lögðu undir sig England.

Á neðri myndinni er handboltagarpurinn Alfreð Gíslason.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár