Fyrri aukaspurning:
Hverju er lýst hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvar er Sjallinn?
2. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar hefur staðið í ströngu síðan hann sagði af sér í vetrarbyrjun. Hvað heitir sá umdeildi karl?
3. Fyrir tveim vikum gekk Stella Moris í hjónaband með unnusta sínum. Það gekk nú aldeilis ekki átakalaust fyrir sig því bæði eitt núverandi og annað fyrrverandi stórveldi hafa bæði lagt sig öll fram um að leggja stein í götu Moris og unnusta hennar, en þó náðu þau að lokum að gifta sig. Hins vegar er ljóst að það mun líða á löngu þangað til þau geta lifað einhverju í líkingu við eðlilegt hjónalíf. Þau hafa þó sér til huggunar öfluga sveit stuðningsmanna sem berst fyrir málstað þeirra. Hvað heitir hinn nýi eiginmaður Stellu Moris?
4. Í einni af skáldsögum Halldórs Laxness kemur fyrir kona sem er mjög gefin fyrir að baka stórar miklar tertur, löðrandi í sykri og rjóma og þess háttar. Hvað er konan kölluð?
5. Í hvaða landi berst uppreisnarhreyfing Houtha gegn ríkisstjórninni og bandamönnum hennar?
6. Sonja heitir kona nokkur, sem varð drottning í landi einu árið 1991. Hvaða land skyldi það vera?
7. Þegar jarðskjálftahrina og síðan eldgos gengu yfir Reykjanes í fyrra leituðu fréttamenn mjög ráða hjá skeleggum jarðskjálftafræðingi sem hafði reyndar verið um skamma hríð í vinsælli rokkhljómsveit á sínum tíma. Hvað heitir þessi jarðskjálftafræðingur fullu nafni?
8. Árið 1883 hóf hin svokallaða Austurlandahraðlest göngu sína. Hvaða borg í Vestur-Evrópu var upphafsstöð þessarar lestarlínu?
9. En í hvaða borg í austurvegi lauk lestin yfirleitt ferð sinni?
10. Hvað á fólk langoftast við þegar talað er um Roquefort?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir káti karlinn hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Á Akureyri.
2. Viðar Þorsteinsson.
3. Julian Assange.
4. Hnallþóra.
5. Jemen.
6. Noregur.
7. Kristín Jónsdóttir.
8. London.
9. Konstantínópel (eða Istanbúl). Um skamma hríð lauk hún ferð sinni í Aþenu svo ég gef líka rétt fyrir ef einhver veit það.
10. Ost.
***
Svör við aukaspurningum:
Á Bayeux-reflinum er lýst orrustunni við Hastings þegar Normannar lögðu undir sig England.
Á neðri myndinni er handboltagarpurinn Alfreð Gíslason.
Athugasemdir