Fyrri aukaspurning:
Hvaða hafnarborg má hér sjá úr lofti?
***
Aðalspurningar:
1. Þegar saga ein var fyrst gefin út nefndist hún Schneeweißchen. En hvað köllum við þessa sögu á íslensku?
2. Aðfararnótt 23. maí 1941 sigldu tvö þýsk herskip suðvestur Grænlandssund milli Íslands og Grænlands. Nefnið annað skipið. Ef þið getið nefnt bæði hárrétt, þá fáiði að auki herskipastig!
3. Hvað heitir aðalflugvöllurinn við Kaupmannahöfn?
4. En Stokkhólm?
5. Flugvöllurinn við Varsjá heitir eftir víðkunnum tónlistarmanni. Hver var hann?
6. Sá ágæti maður var meðal annars kunnur fyrir leikni á eitt tiltekið hljóðfæri og í mörgum helstu verkum hans er það í aðalhlutverki. Hvaða hljóðfæri var það?
7. John Lennon var líka tónlistarmaður. Hvað á hann nú sameiginlegt með þessum fyrrnefnda tónlistarmanni — annað en tónlistina? (Það er væntanlega fleira en eitt, en ef þið vitið svarið, þá vitið þið svarið!)
8. Um hvað snúast grænu spurningarnar í Trivial Pursuit?
9. En hvað þýðir hugtakið „græna herbergið“ þegar um sjóbissniss margvísanlegan er að ræða?
10. Hver skrifaði bókina Mávahlátur sem út kom 1995?
***
Seinni aukaspurning:
Hver byltist þar í loftinu?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Mjallhvít.
2. Orrustuskipið Bismarck og beitiskipið Prinz Eugen.
3. Kastrup.
4. Arlanda.
5. Chopin.
6. Píanó.
7. Flugvöllur hefur líka verið nefndur eftir Lennon — við Liverpool.
8. Vísindi og tækni.
9. Herbergi þar sem listamenn hvíla sig fyrir og eftir sýningu af hvaða tagi sem er.
10. Kristín Marja Baldursdóttir
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá St.Pétursborg í Rússlandi. Borgin er reist í óshólmum Nevu sem fellur úr Ladoga-vatni eins og sjá má.
Á neðri myndinni er hinn oflátungsfulli Íkarus.
Athugasemdir