Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

708. spurningaþraut: Hvaða eyja heitir í rauninni Snæfell?

708. spurningaþraut: Hvaða eyja heitir í rauninni Snæfell?

Fyrri aukaspurning:

Hann er lögreglustjóri þessi. Hver er besti vinur hans?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir bíómyndin sem fékk á dögunum Óskarsverðlaun sem besta mynd síðasta árs?

2.  Hvað þýðir þetta nafn?

3.  Hvaða jökull er í bakgrunni sögunnar Kristnihald undir jökli?

4.  Hver skrifaði annars þá bók?

5.  Sami höfundur skrifaði um jökul í annarri frægri bók þar sem söguhetjan hverfur í lokin upp á jökul og örlögin virðast nokkuð óráðin. Söguhetjan er skáld og heitir ... hvað?

6.  Þann 12. apríl 1940 lögðu Bretar undir sig ákveðið landsvæði í Evrópu sem áður hafði tilheyrt hlutlausri þjóð í stríðinu sem þá var nýhafið. Bretar héldu svo landsvæðinu allt til stríðsloka. Hvaða landsvæði var þetta?

7.  Hvaða viðurnefni hafði farþegaþotan Boeing 747?

8.  Við hvaða hitastig á Celsius-kvarða frýs vatn?

9.  Snæfell er íslensk þýðing á nafni eyjar, sem Íslendingar tengja raunar síst af öllu við snjó. Eiginlega þvert á móti. Hvað heitir þessi eyja á máli heimamanna?

10.  Hið íslenska Snæfell er 1826 metra hátt. Og fjallið er þar með ... hvað? Hvað er merkilegt við hæð hins íslenska Snæfells?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir jurtin sem hér að neðan sést. Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  CODA.

2.  Child of Deaf Adults — Barn heyrnarlausra fullorðinna.

3.  Snæfellsjökull.

4.  Halldór Laxness.

5.  Ólafur Kárason.

6.  Færeyjar.

7.  Jumbo.

8.  Núll gráður.

9.  Tenerife.

10.  Hæsta fjall á Íslandi utan jökla.

***

Svör við aukaspurningum:

Besti vinur Bjargfasts lögreglustjóra er Mikki Mús.

Jurtin heitir fjallafura eða dvergfura. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár