Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

708. spurningaþraut: Hvaða eyja heitir í rauninni Snæfell?

708. spurningaþraut: Hvaða eyja heitir í rauninni Snæfell?

Fyrri aukaspurning:

Hann er lögreglustjóri þessi. Hver er besti vinur hans?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir bíómyndin sem fékk á dögunum Óskarsverðlaun sem besta mynd síðasta árs?

2.  Hvað þýðir þetta nafn?

3.  Hvaða jökull er í bakgrunni sögunnar Kristnihald undir jökli?

4.  Hver skrifaði annars þá bók?

5.  Sami höfundur skrifaði um jökul í annarri frægri bók þar sem söguhetjan hverfur í lokin upp á jökul og örlögin virðast nokkuð óráðin. Söguhetjan er skáld og heitir ... hvað?

6.  Þann 12. apríl 1940 lögðu Bretar undir sig ákveðið landsvæði í Evrópu sem áður hafði tilheyrt hlutlausri þjóð í stríðinu sem þá var nýhafið. Bretar héldu svo landsvæðinu allt til stríðsloka. Hvaða landsvæði var þetta?

7.  Hvaða viðurnefni hafði farþegaþotan Boeing 747?

8.  Við hvaða hitastig á Celsius-kvarða frýs vatn?

9.  Snæfell er íslensk þýðing á nafni eyjar, sem Íslendingar tengja raunar síst af öllu við snjó. Eiginlega þvert á móti. Hvað heitir þessi eyja á máli heimamanna?

10.  Hið íslenska Snæfell er 1826 metra hátt. Og fjallið er þar með ... hvað? Hvað er merkilegt við hæð hins íslenska Snæfells?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir jurtin sem hér að neðan sést. Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  CODA.

2.  Child of Deaf Adults — Barn heyrnarlausra fullorðinna.

3.  Snæfellsjökull.

4.  Halldór Laxness.

5.  Ólafur Kárason.

6.  Færeyjar.

7.  Jumbo.

8.  Núll gráður.

9.  Tenerife.

10.  Hæsta fjall á Íslandi utan jökla.

***

Svör við aukaspurningum:

Besti vinur Bjargfasts lögreglustjóra er Mikki Mús.

Jurtin heitir fjallafura eða dvergfura. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár