Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

706. spurningaþraut: Hvað sagði hver þegar hver var sleginn?

706. spurningaþraut: Hvað sagði hver þegar hver var sleginn?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsþáttum er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Sackler-fjölskyldan í Bandaríkjunum er stórauðug og hefur síðustu árin verið í sviðsljósinu vegna framleiðslu á þeim varningi sem gerði fjölskylduna ríka. Hvaða varningur er það?

2.  Á dögunum varð uppistand mikið á Óskarsverðlaunahátíðinni vestanhafs þegar karlmaður einn laust annan karlmann kinnhesti. Hvað hét sá sem sló?

3.  En hvað hét hinn sem sleginn var?

4.  Hver var að verki þegar örlagaríkur kinnhestur var sleginn í Njálssögu?

5.  Í annarri Íslendingasögu kemur högg mikið einnig við sögu, þótt með öðrum hætti væri. Þá var Eyjólfur grái bóndi í Otradal sleginn. Með hverju?

6.  Og hvaða orð fylgdu högginu?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Fiji?

8.  Íslenskur rithöfundur var kunnur fyrir merkileg bókmenntaverk og þótti meðal helstu brautryðjenda í módernisma á Íslandi. En hann var þekktur fyrir fleira og bar til dæmis svart belti í júdó, af gráðu tvö. Hver var þessi rithöfundur?

9.  Karl nokkur sat í fangelsum eða á geðveikrahælum í 32 ár vegna þess að hann þótti ógnun við almennt siðferði. Engar sakir voru þó formlega bornar á hann. Meðal þeirra stofnana þar sem hann var hýstur um tíma var Bastillu-fangelsið svokallaða. Hver var þessi maður? 

10.  Jurt nokkur var útbreidd um mestallt norðurhvel jarðar nema helst á köldustu svæðum. Reyndar er hún nú ræktuð um allan heim enda orðin mikil nytjajurt. Hún kallast vitis og heldur undirtegundir eru vitis labrusca (sem óx í Norður-Ameríku), vitis amurensis (sem óx í Asíu) og svo vitis vinifera (sem óx í Evrópu, Miðausturlöndum og Mið-Asíu). Hvaða jurt er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

En úr hvaða sjónvarpsþáttum er þetta skjáskot hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  OxyContin-deyfilyf, ópíóðar, sterk deyfilyf — þetta dugar allt.

2.  Will Smith.

3.  Chris Rock.

4. Gunnar á Hlíðarenda.

5.  Pyngju með silfurpeningum. Þó menn segi gull eða bara peningar almennt, þá telst það nóg.

6.  „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Þetta þarf fólk ekki að hafa alveg orðrétt. Eitthvað sem skilar merkingunni þokkalega er nóg.

7.  Eyjaálfu.

8.  Thor Vilhjálmsson.

9.  De Sade markgreifi.

10.  Vínber.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Föngum.

Neðri myndin er úr Sopranos.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár