Fyrri aukaspurning:
Hvaða land hefur þennan fána?
***
Aðalspurningar:
1. Frá hvaða landi koma bílar af gerðinni Lamborghini upphaflega?
2. Hvaða fyrirbrigði er langoftast átt við þegar Bandaríkjamenn tala um „corn“?
3. Hvaða tvö lönd eru með lengstu sameiginlegu landamærin? Hafa verður bæði rétt.
4. Hvað nefndust konungar Egiftalands?
5. Í sögum er greint frá gríðarlegum deilum eins þessara konunga við mann nokkurn sem reyndi margsinnis að fá kónginn til að gera vilja sinn í ákveðnu máli. Hvað hét maðurinn?
6. Hvað nefndast nokkrir firðir sem ganga sameiginlega í norður úr Ísafjarðardjúpi?
7. Hvaða hét fyrirtækið sem þeir Björgúlfsfeðgar notuðu til fjárfestinga sinna á Íslandi, ekki síst í einum bankanna?
8. Hvað hét bankinn sem þeir keyptu að verulegu leyti?
9. En hvað hét þriðji maðurinn í þessu fjárfestingarfélagi, viðskiptafélagi þeirra feðga?
10. Seint á árinu 2019 kom út lagið Blinding Lights með kanadískum tónlistarmanni og varð umsvifalaust gríðarlega vinsælt. Það var til dæmis mest spilaða lagið á Spotify árið 2020. Hvað kallar sig tónlistarmaðurinn?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá brot af einu auglýsingaplakata fyrir fræga bíómynd. Hvað heitir hún?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ítalíu.
2. Maís.
3. Bandaríkin og Kanada.
4. Faraó.
5. Móse.
6. Jökulfirði.
7. Samson.
8. Landsbankinn.
9. Magnús Þorsteinsson.
10. Weeknd. Klikkið á linkinn ef þið þekkið lagið ekki.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fáni Norður-Kóreu.
Á neðri myndinni er hluti af plakati sem útbúið var fyrir myndina Guðfaðirinn.
Athugasemdir