Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Biðst afsökunar eftir frásögn Eddu

Frosti Loga­son, sjón­varps­mað­ur á Stöð 2, gengst við því að hafa hót­að að birta nekt­ar­mynd­ir af fyrr­ver­andi kær­ustu, Eddu Pét­urs­dótt­ur, sem steig fram í þætt­in­um Eig­in Kon­ur í dag.

Biðst afsökunar eftir frásögn Eddu
Frosti Logason Heldur úti hlaðvarpinu Harmageddon og starfar við þáttargerð hjá Stöð 2.

Eftir frásögn Eddu Pétursdóttur í þættinum Eigin Konur í dag af landsþekktum kærasta sem hótaði henni að afhjúpa nektarefni af henni, hefur Frosti Logason, sjónvarpsmaður á Stöð 2, stigið fram og gengist við breytninni.

Edda sagðist í viðtali við Eddu Falak hafa verið óttaslegin í áratug eftir sambandið. Birt hafa verið samskipti þar sem hann hótaði að dreifa nektarmyndum af henni í refsingarskyni.

Frosti, sem er dagskrárgerðarmaður í þættinum Íslandi í dag, stýrði þættinum Ósýnilega fólkið á Stöð 2 og er í stjórn SÁÁ, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hann hefði sagt og gert í fyrra sambandi.

„Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni. Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar,“ segir Frosti á Facebook-síðu sinni.

„Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir.“ 

Frásögn Eddu var fyrst og fremst af framgöngu Frosta eftir að sambandi þeirra lauk. Hún greindi þó frá því að fljótlega eftir að samband þeirra hófst hafi hann sakað han hana um að halda fram hjá sér. „Það átti ekki átt við nein rök að styðjast og ásakanirnar komu mér algerlega í opna skjöldu. Þetta versnaði þegar á leið og var orðið mjög þráhyggjukennt undir lok sambandsins,“ sagði Edda í dag.    

Eftir að þau hættu saman upphófst tímabil þar sem hann sendi henni óheyrilegt magn tölvupósta og smáskilaboða, nánast daglega á tímabili. „Þá skapaðist einhverskonar umsátursástand. Hann sendi mér tölvupóst oft í viku til að byrja með þar sem hann sakaði mig um svik og fór fram á að ég kæmi heiðarlega fram við sig. Bréfunum fækkaði eftir því sem tíminn leið frá því við hættum saman en í um tæpt ár eftir sambandsslitin sendi hann hátt í 80 tölvubréf og fjölmörg sms. Í flestum eru einhverskonar hótanir og svo segir hann ógeðslega hluti um mig,“ sagði hún.  

Í tæpt ár þurfti hún að þola langvarandi áreiti þar sem hann fór meiðandi orðum um hana og krafðist þess að hún bæði hann afsökunar á einhverju sem hann sakaði hana um, ellegar myndi hann birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni. Að lokum gaf hann upp dagsetningu og sagði ef hún hefði ekki brugðist við kröfum hans fyrir þann tíma myndi hann koma efninu í dreifingu. „Ef að ég verð ekki búin að fá neitt frá þér um að þér finnist leiðinlegt að hafa komið svona fram við mig þann 1. des næstkomandi mun ég túlka það þannig að þér sé skítsama um þetta allt. Þá mun ég láta allt gossa,“ sagði í einum tölvupósti frá honum, þar sem hann vísar í kynferðislegt myndefni af henni. 

Edda virðist nánast aldrei hafa svarað þessum skilaboðum, en þó beðið hann um að hætta. Þegar það gerðist ekki leitaði hún til lögreglunnar sem varaði hana við því að kæra hann. Hótanirnar sátu hins vegar lengi í henni og í hún var hrædd í áratug. Óttinn hafði meðal annars þær afleiðingar að hún forðaðist staði þar sem hún gæti rekist á hann og lét lítið fyrir sér fara. Hún sagðist enn vera hrædd um að myndefnið gæti farið í dreifingu. 

Frosti segist hafa eytt öllum samskiptum þeirra tveggja og ekki vitað á síðari árum hvað hann hafi sagt og skrifað.

„Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun. Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.“

Frásögn Eddu má sjá hér.

Edda Pétursdóttir segir fráEdda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    ekkert annað að gera enn að biðjast afsökunar á því sem maður gerði á steinöld og þakka fyrir að allir sluppu ágætlega lifandi frá vígvelli . . .
    -5
    • Ársæll Níelsson skrifaði
      Afhverju getur þú aldrei bara haldið kjafti?
      1
  • Þórunn Hjartardóttir skrifaði
    ...Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar,“...og svo „Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar.... - fyrir mér afhjúpar þetta narsissisma Frosta fullkomlega.
    18
    • Axel Axelsson skrifaði
      þetta komment frá þér afhjúpar þekkingaleysi þitt á Goldwater rule (https://en.wikipedia.org/wiki/Goldwater_rule) . . .
      -5
    • ÓGR
      Ólafur G. Reynisson skrifaði
      Þannig er, Axel, að samkvæmt þinni eigin heimild, fjallar þessi regla um ábyrgð geðlækna í bandarískum gæðlæknasamtökum en segir ekkert um ábyrgð íslenskra þýðenda eins og Þórunni. Það mætti frekar segja að hún afhjúpi þekkingarleysi á íslenskum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá gæti hún bent á að það megi víkja frá ákvæðum þeirra laga og reglugerða í þágu fjölmiðlunar. "Já", gætir þú sagt, "til að þjóna mannkyninu" og bætt við: "Hvernig þjónar meintur narsissismi Frosta mannkyninu?"
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár