Fyrri aukaspurning:
Hver er konan hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er stafrófið okkar upprunnið?
2. Hver skrifaði leikritin Hedda Gabler og Brúðuheimilið?
3. Hversu marga fætur hafa skordýr?
4. Hvað þýðir orðið pentagon?
5. Ákveðin stofnun hefur aðsetur í húsi sem heitir Pentagon. Hvaða stofnun er það?
6. Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja Íslendinga var ekki ætíð óumdeildur á sinni tíð. Hann lenti til dæmis í kröppum dansi og miklum deilum út af sjúkdómi einum. Hvaða sjúkdómur var það?
7. Við hvað fæst Rafael Nadal í lífinu?
8. Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir fæddist 1867. Hún lifði langa ævi, átti mikið af börnum og var — eins og sagt var — stoð og stytta eiginanns síns sem var mikill umsvifamaður. Það gekk á ýmsu í þeim umsvifum en þegar Margrét lést 1945 hafði gengið vel hjá þeim hjónum um langa hríð. Hver var eiginmaðurinn?
9. Í hvaða bíómynd frá 1984 á Kyle nokkur Reese í gríðarlegri baráttu við illskeyttan óvin sem eltist við konu eina?
10. Eitt allra frægasta ljóð vestrænna bókmennta var fyrst birt fyrir réttum 100 árum. Hvað heitir það?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi reffilegi karl?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Rómaveldi.
2. Ibsen.
3. Sex.
4. Fimmhyrningur.
5. Bandaríska varnarmálaráðuneytið.
6. Fjárkláði.
7. Hann leikur tennis.
8. Thor Jensen.
9. Terminator.
10. The Waste Land, Eyðilandið.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Grace Jones.
Á neðri myndinni er Hindenburg hershöfðingi og síðar forseti Þýskalands.
Athugasemdir