Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

687. spurningaþraut: Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir og fleiri

687. spurningaþraut: Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir og fleiri

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er stafrófið okkar upprunnið?

2.  Hver skrifaði leikritin Hedda Gabler og Brúðuheimilið?

3.  Hversu marga fætur hafa skordýr?

4.  Hvað þýðir orðið pentagon?

5.  Ákveðin stofnun hefur aðsetur í húsi sem heitir Pentagon. Hvaða stofnun er það?

6.  Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja Íslendinga var ekki ætíð óumdeildur á sinni tíð. Hann lenti til dæmis í kröppum dansi og miklum deilum út af sjúkdómi einum. Hvaða sjúkdómur var það?

7.  Við hvað fæst Rafael Nadal í lífinu?

8.  Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir fæddist 1867. Hún lifði langa ævi, átti mikið af börnum og var — eins og sagt var — stoð og stytta eiginanns síns sem var mikill umsvifamaður. Það gekk á ýmsu í þeim umsvifum en þegar Margrét lést 1945 hafði gengið vel hjá þeim hjónum um langa hríð. Hver var eiginmaðurinn?

9.  Í hvaða bíómynd frá 1984 á Kyle nokkur Reese í gríðarlegri baráttu við illskeyttan óvin sem eltist við konu eina?

10.  Eitt allra frægasta ljóð vestrænna bókmennta var fyrst birt fyrir réttum 100 árum. Hvað heitir það?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi reffilegi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rómaveldi.

2.  Ibsen.

3.  Sex.

4.  Fimmhyrningur.

5.  Bandaríska varnarmálaráðuneytið.

6.  Fjárkláði.

7.  Hann leikur tennis.

8.  Thor Jensen.

9.  Terminator.

10.  The Waste Land, Eyðilandið.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Grace Jones.

Á neðri myndinni er Hindenburg hershöfðingi og síðar forseti Þýskalands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár