Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

684. spurningaþraut: Hve langt er milli Parísar og London?

684. spurningaþraut: Hve langt er milli Parísar og London?

Fyrri aukaspurning:

Hvar er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Í Svartaskógi í Þýskalandi renna saman tvær litlar ár sem heita Brigach og Breg. Hvað heitir áin sem þá verður til?

2.  Í hvaða landi er Lukashenka forseti?

3.  Hljóðfæri eitt alkunnugt dregur nafn sitt af ítölsku orði sem þýðir „hljóðlega“ eða eitthvað í þá áttina. Hvaða hljóðfæri er það?

4.  Ingólfur Arnarson er sagður hafa bælt niður uppreisn írskra þræla á Íslandi rétt eftir að landnám hans hófst. Hvar réði hann niðurlögum þrælanna?

5.  Hver af eftirtöldum hefur EKKI verið forsætisráðherra Bretlands: — James Callaghan — William Cavendish-Bentinck — Ulysses Simpson Grant — Andrew Bonar Law — David Lloyd George — John Major? 

6.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Tajikistan?

7.  Anna Boleyn hét kona sem átti fræga dóttur. Hvað hét dóttirin?

8.  Insúlín er notað við hvaða sjúkdómi?

9.  Hvað vann Nostradamus sér til frægðar?

10.  Hversu langt ætli sé milli Parísar og London í beinni loftlínu? Eru það 340 kílómetrar — 540 kílómetrar — 740 kílómetrar — 940 kílómetrar eða 1.140 kílómetrar?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Dóná.

2.  Belarús eða Hvíta-Rússland.

3.  Píanó.

4.  Í Vestmannaeyjum.

5.  Grant var forseti Bandaríkjanna.

6.  Asíu.

7.  Elísabet Englandsdrottning.

8.  Sykursýki.

9.  Hann setti fram fræga spádóma.

10.  340 kílómetrar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er tekin á Suðurpólnum þegar menn mættu þar fyrst til leiks árið 1912.

Á neðri myndinni er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það er sem sagt styttra milli Akureyrar og Reykjavíkur en milli Lundúna og Parísarborgar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár