Fyrri aukaspurning:
Hvar er myndin hér að ofan tekin?
***
Aðalspurningar:
1. Í Svartaskógi í Þýskalandi renna saman tvær litlar ár sem heita Brigach og Breg. Hvað heitir áin sem þá verður til?
2. Í hvaða landi er Lukashenka forseti?
3. Hljóðfæri eitt alkunnugt dregur nafn sitt af ítölsku orði sem þýðir „hljóðlega“ eða eitthvað í þá áttina. Hvaða hljóðfæri er það?
4. Ingólfur Arnarson er sagður hafa bælt niður uppreisn írskra þræla á Íslandi rétt eftir að landnám hans hófst. Hvar réði hann niðurlögum þrælanna?
5. Hver af eftirtöldum hefur EKKI verið forsætisráðherra Bretlands: — James Callaghan — William Cavendish-Bentinck — Ulysses Simpson Grant — Andrew Bonar Law — David Lloyd George — John Major?
6. Í hvaða heimsálfu er ríkið Tajikistan?
7. Anna Boleyn hét kona sem átti fræga dóttur. Hvað hét dóttirin?
8. Insúlín er notað við hvaða sjúkdómi?
9. Hvað vann Nostradamus sér til frægðar?
10. Hversu langt ætli sé milli Parísar og London í beinni loftlínu? Eru það 340 kílómetrar — 540 kílómetrar — 740 kílómetrar — 940 kílómetrar eða 1.140 kílómetrar?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karl þessi?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Dóná.
2. Belarús eða Hvíta-Rússland.
3. Píanó.
4. Í Vestmannaeyjum.
5. Grant var forseti Bandaríkjanna.
6. Asíu.
7. Elísabet Englandsdrottning.
8. Sykursýki.
9. Hann setti fram fræga spádóma.
10. 340 kílómetrar.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er tekin á Suðurpólnum þegar menn mættu þar fyrst til leiks árið 1912.
Á neðri myndinni er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson.
Athugasemdir (1)