Efnahagsþvinganir er vopnið sem Vesturlönd hafa ákveðið að beita gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Íslendingar eru þar á meðal en þær þvingunaraðgerðir sem gripið hefur verið til hér eru þær sömu og Evrópusambandið ákvað. Sjónum er ekki bara beint að bönkum og fyrirtækjum heldur líka einstaklingum og hafa nú eignir nokkurra valdamikilla milljarðamæringa með náin tengsl við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hingað til hafa sloppið við refsiaðgerðir Vesturlanda, verið frystar.
Pútín sjálfur er ekki á lista Evrópusambandsins þó hann sé á lista Breta yfir einstaklinga sem beittir eru þvingunum. Til að frysta eignir þarf að finna þær og átta sig á hverjar þær eru. Í tilviki Pútíns væri lítið til að frysta, í það minnsta samkvæmt opinberum gögnum. Pútín segist ekki eignamaður og opinber skráning hans gefur til kynna að hann eigi þrjá bíla, 77 fermetra íbúð, 18 fermetra bílskúr og tjaldvagn. Undanfarin ár hefur hins vegar hver afhjúpunin …
Athugasemdir