Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Pyngja Pútíns“ sett á ís og farið á eftir vinum forsetans

Evr­ópa og Banda­rík­in ætla að beita efna­hags­þving­un­um frek­ar en skot­vopn­um gegn inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Erfitt er hins veg­ar að frysta eign­ir Vla­dimirs Pútíns sjálfs, sem tald­ar eru nema hundruð­um millj­arða króna því eng­inn virð­ist vita hvar þær eru. Þess í stað er far­ið á eft­ir vin­um hans; líka þeim besta, Ser­gei Rold­ug­in.

„Pyngja Pútíns“ sett á ís og farið á eftir vinum forsetans
Bestu vinir Sergei Roldugin og Vladimir Pútín eru taldir bestu vinir. Sellóleikarinn er guðfaðir eldri dóttur forsetans og hefur á undanförnum árum auðgast ævintýralega mikið, að því er að virðist án fyrirhafnar. Mynd: Stundin / JIS

Efnahagsþvinganir er vopnið sem Vesturlönd hafa ákveðið að beita gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Íslendingar eru þar á meðal en þær þvingunaraðgerðir sem gripið hefur verið til hér eru þær sömu og Evrópusambandið ákvað. Sjónum er ekki bara beint að bönkum og fyrirtækjum heldur líka einstaklingum og hafa nú eignir nokkurra valdamikilla milljarðamæringa með náin tengsl við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hingað til hafa sloppið við refsiaðgerðir Vesturlanda, verið frystar. 

Pútín sjálfur er ekki á lista Evrópusambandsins þó hann sé á lista Breta yfir einstaklinga sem beittir eru þvingunum. Til að frysta eignir þarf að finna þær og átta sig á hverjar þær eru. Í tilviki Pútíns væri lítið til að frysta, í það minnsta samkvæmt opinberum gögnum. Pútín segist ekki eignamaður og opinber skráning hans gefur til kynna að hann eigi þrjá bíla, 77 fermetra íbúð, 18 fermetra bílskúr og tjaldvagn. Undanfarin ár hefur hins vegar hver afhjúpunin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár